Innlent

Óli hafði betur gegn Bjark­eyju og tekur við efsta sætinu á lista af Stein­grími J.

Atli Ísleifsson skrifar
Óli Halldórsson hafði betur gegn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformanni Vinstri grænna, í forvalinu.
Óli Halldórsson hafði betur gegn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksformanni Vinstri grænna, í forvalinu.

Óli Halldórsson forstöðumaður Þekkingarseturs Þingeyinga mun skipa efsta sæti á lista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Óli mun þannig taka við forystuætinu af Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis sem áður lýst því yfir að hann byði sig ekki fram til endurkjörs eftir langa þingsetu.

Rafrænt forval fór fram hjá Vinstri grænum í Norðausturkjördæmi dagana 13. til 15. febrúar. Athygli vekur að Óli, sem áður hefur sest á þing sem varaþingmaður og verið bæjarfulltrúi í Norðurþingi, hafði betur í forvalinu en Bjarkeyj Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna sem einnig sóttist eftir að leiða listann.

Í tilkynningu frá VG kemur fram að valið var í efstu fimm sæti á framboðslista hreyfingarinnar fyrir alþingiskosningar sem fram fara í haust.

„Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi:

  • 1. sæti Óli Halldórsson með 304 atkvæði í 1. sæti
  • 2. sæti Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir með 293 atkvæði í 1.-2. sætið
  • 3. sæti Jódís Skúladóttir með 297 atkvæði í 1.-3. sæti
  • 4. sæti Kári Gautason með 337 atkvæði í 1.-4. sæti
  • 5. sæti Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir með 322 atkvæði í 1.-5. sæti

12 voru í framboði

Á kjörskrá voru 1042

Atkvæði greiddu 648

Kosningaþáttaka var 62%

Auðir seðlar og ógildir voru 0,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.