Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Haukar 97-83 | Fjórða tap Hauka í röð

Andri Már Eggertsson skrifar
Vísir/Vilhelm

R voru staðráðnir í að kvitta fyrir hörmungar frammistöðu á móti Þór Þorlákshöfn í seinasta leik. Liðið byrjaði leikinn af miklum krafti þeir komust strax átta stigum yfir sem neyddi Israel Martin í leikhlé.

Hansel Giovanny leiddi með fordæmum í Hauka liðinu og skoraði sjö fyrstu stig liðsins sem kveikti í Austin Bracy sem átti skemmtileg tilþrif þar sem hann gerði þrist og fékk körfu góða í leiðinni og Haukar mættir almennilega í leikinn.

Ingvi Þór Guðmundsson kom inn af bekknum og átti góðar rispur sem ÍR átti í erfiðleikum með og voru Haukar með fimm stiga forskot eftir fyrsta leikhluta.

Haukar áttu nokkur klaufaleg atvik í sóknarleik sínum þar sem þeir létu dæma af sér boltann fyrir mistök sem væri auðvelt að koma í veg fyrir, þeir voru að stíga útaf vellinum og fá boltann dæmdan af sér fyrir að vera of lengi inn í teig.

Haukarnir voru skrefinu á undan ÍR þar sem þeir náðu upp góðum kafla undir lok fyrri hálfleiks og leiddu þeir leikinn þegar haldið var til búningsherbergja.

Þriðji leikhluti einkenndist af þriggja stiga körfum sem mátti sjá strax í byrjun þar sem fyrstu fjórar körfur leiksins voru þriggja stiga.

ÍR voru með öll völd á vellinum og fóru á kostum þar boltinn gekk vel milli manna og breytti nánast engu hver tók þriggja stiga skotið það fór ofan í.

ÍR náði rausnarlegu forskoti eftir þessa þriggja stiga sýningu sem Haukarnir svöruðu aldrei og endaði þetta sem örugur sigur ÍR.

Af hverju vann ÍR?

Það var blóð á tönnum ÍR inga eftir seinasta leik og mátti sjá að það var hungur í mönnum að kvitta fyrir það. ÍR spilaði í raun bara á sínum sex bestu mönnum í kvöld sem skiluðu allir góðu framlagi bæði varnar og sóknarlega.

Leikurinn vannst í þriðjaleikhluta þar sem ÍR hittu úr 9 af 11 þriggja stiga skotum sínum og réðu Haukarnir ekkert við þá.

Hverjir stóðu upp úr?

Evan Christopher Singletary var magnaður í kvöld. Hann keyrði vel á körfuna sem annað hvort gaf honum gott skot eða opnaði fyrir aðra ásamt því að hitta vel úr þriggja stiga skotunum. Hann endaði með 34 stig og 8 stoðsendingar.

Hvað gekk illa?

Haukar áttu fá svör varnarlega þegar flest allir leikmenn ÍR fóru að hitta úr skotunum sem þeir voru að taka.

Þegar lið lenda mikið undir eiga þau það til að reyna skjóta sig inn í leikinn með einstaklings miðuðum þriggja stiga skotum, það var það sem Haukarnir gerðu sem er aldrei vænlegt til árangurs og gerði það ÍR auðveldara fyrir að loka leiknum.

Hvað gerist næst?

Haukar hafa nú tapað fjórum leikjum í röð og býður þeim erfitt verkefni í næsta leik þegar KR mætir í Ólafssal eftir tvo daga.

ÍR mætir sterku liði Keflavíkur næstkomandi mánudag og er sá leikur í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 18:15.

Israel Martin: Það var mín ákvörðun að spila ekki Ragga Nat

„Ég var ánægður með hvernig liðið kom inn í leikinn þó við byrjuðum fyrstu mínúturnar ekki nógu vel og vorum við yfir í hálfleik,” sagði Israel Martin svekktur.

Þriðji leikhluti var það sem tapaði leiknum fyrir Hauka, þeir hittu úr öllum sínum skotum og virtustu lærisveinar Israel Martin eiga fá svör.

„Við vissum að ÍR er með frábæra leikmenn í stöðunni einn á einn sem mátti sjá í tölfræði leiksins þar sem flest allir leikmenn ÍR skiluðu stigum á töfluna og verðum við að bæta okkur varnarlega þegar við mætum mönnum einn á einn.”

Honum fannst hans menn hefðu átt að vera agresívari í vörninni og vera nær mönnum en að mati Israel Martin á 83 stig að duga til að vinna körfubolta leiki.

„Tapaðir boltar eru hluti af leiknum. Mér fannst vanta einbeitingu í okkur þegar ÍR fór að finna sinn takt í leiknum og þá missum við þá frá okkur,” sagði Israel Martin um töpuðu bolta liðsins.

Ragnar Agust Nathanaelsson spilaði ekkert í liði Hauka í kvöld sem vakti athygli og sagði hann að þetta var ákvörðun þjálfarans.

Borche var ánægður með sína menn í kvöld.vísir/vilhelm

Borche: Singletary var stórkoslegur

„Þetta var langt frá því að vera fullkominn leikur í kvöld og erum við ennþá að leita af okkar besta takt sem lið þar sem við söknum stóra maninn okkar. Við bætum úr því að hafa ekki fimmuna okkar með svæðisvörn en þegar við förum í maður á mann þá lendum við í vandræðum,” sagði Borche, þjálfari ÍR, í leikslok.

Borche hrósaði hugarfari leikmanna í kvöld eftir að liðið fékk skell á móti Þór Þorlákshöfn í síðasta leik og snérist undirbúningurinn mikið um að fá menn út úr skelinni í leik kvöldsins.

Þriðji leikhluti ÍR var magnaður þeir hittu úr hverju skoti að fætur öðru og réðu Haukarnir ekkert við sóknarleik þeirra og vann ÍR þriðja leikhluta með 19 stigum.

„Við ræddum um það í hálfleik að við þyrftum að finna taktinn okkar í nokkrar mínútur sem var nákvæmlega það sem gerðist. Evan Singletary var stórkostlegur, ég spilaði á fáum leikmönnum í kvöld sökum mikilvægi leiksins og fengu ungu leikmenn liðsins að líða fyrir það.”

Borche á von á því að nota hópinn sinn meira í næsta leik sem er á mánudaginn þar sem leikmenn verða þreyttir milli leikja og brýndi hann fyrir mönnum að vera klárir þegar kallið kemur.

Söngvar Ghetto Hooligans fengu að hljóma í græjunum ásamt því var verið að lemja á trommu í stúkunni frá þeim sem höfðu leyfi til að vera þar. Borche var ánægður með þessa stemninguna og segir að hans lið finna fyrir stuðningi þó þeir sjá þá ekki og baðst enn og aftur afsökunar á tapi seinasta leiks.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira