Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfuboltasérfræðingurinn Pavel Ermolinskij er mættur aftur í þjálfun, að minnsta kosti í kvöld, því hann er til aðstoðar hjá Grindvíkingum í stórleiknum við Stjörnuna í VÍS-bikarnum. Körfubolti 11.1.2026 19:21
Fá nýjan Kana í harða baráttu Njarðvíkingar hafa fundið nýjan Bandaríkjamann í liðið fyrir komandi átök í Bónus deild karla í körfubolta. Sá heitir Luwane Pipkins og kemur úr gríska boltanum. Körfubolti 11.1.2026 10:17
Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Nýliðar Ármanns eru í erfiðum málum á botni Bónus-deildar karla í körfubolta en hafa nú fengið til sín bandarískan leikmann sem kynnst hefur deildinni vel í vetur. Körfubolti 10.1.2026 23:15
„Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Tindastóll varð á dögunum fyrsta íslenska körfuboltaliðið í tuttugu ár til þess að komast áfram í sextán liða úrslit í Evrópukeppni félagsliða. Arnar Guðjónsson, þjálfari liðsins, segir gengi þess betra en reiknað var með. „Skita“ í aðdraganda síðasta leiks í Kósovó dregur ekki úr þeirri góðu upplifun sem leikmenn og þjálfarar hafa af ENBL deildinni. Körfubolti 9. janúar 2026 12:31
Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Hilmar Smári Henningsson er genginn aftur til liðs við Stjörnuna í Bónus deild karla í körfubolta eftir hálft tímabil hjá litaénska félaginu Jovana. Körfubolti 9. janúar 2026 12:02
Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Jóhann Þór Ólafsson mun ekki stýra toppliði Grindavíkur í Bónus-deild karla í körfubolta á næstunni en þetta kemur fram í tilkynningu á miðlum Grindvíkinga. Körfubolti 9. janúar 2026 06:44
Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Njarðvík skoraði einungis 59 stig er liðið tapaði gegn ÍR í kvöld, 84-59, í 13. umferð Bónus deild karla. Frammistaða liðsins var döpur og engin stig komu frá varamönnum. Sport 8. janúar 2026 22:43
Steinar: Virðingarleysi sem smitast Þjálfari Ármanns, Steinar Kaldal, var hundsvekktur með að hafa tapað leik fyrir KR í kvöld. Hann svekkti sig á fleiri hlutum og gerði virðingarleysi að umtalsefni hjá ýmsum aðilum. Körfubolti 8. janúar 2026 22:01
„Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, gat andað léttar eftir óþarflega nauman sigur sinna manna gegn Valsmönnum í kvöld. Körfubolti 8. janúar 2026 21:53
Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Stjarnan vann óþarflega nauman þriggja stiga sigur er liðið heimsótti Val í stórleik 13. umferðar Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld, 102-105. Körfubolti 8. janúar 2026 21:42
Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Skagamenn tóku á móti Grindavík í AvAir höllinni á Akranesi í 13. umferð Bónus deildar karla í kvöld. Heimamenn í ÍA leiddu mest allan leikinn en að lokum voru það gestirnir frá Grindavík sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Körfubolti 8. janúar 2026 21:32
„Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ „Þetta var bara virkilega slök frammistaða af okkar hálfu í dag,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, eftir tap sinna manna gegn Stjörnunni í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 8. janúar 2026 21:29
Þórir: Það eru bara allir að berjast KR vann góðan sigur í 13. umferð Bónus deildar karla fyrr í kvöld. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var virkilega góður og leiddi sína menn til sigurs. Hann horfir bjartsýnn fram á veginn og er þakklátur fyrir sigurinn. Körfubolti 8. janúar 2026 21:25
Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik KR kláraði sigur gegn Ármanni í Bónus-deild karla í körfubolta í Vesturbæ í 13. umferð deildarinnar. Leikurinn var saga tveggja hálfleikja þar sem Ármenningar voru frábærir í fyrri hálfleik en heimamenn ekki með fyrr en í lokin. Seinni hálfleikur var hörkuleikur og sneri KR dæminu við og innbyrti sigur 102-93. Körfubolti 8. janúar 2026 18:33
Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel ÍR tók á móti Njarðvík í 13. umferð Bónus deild karla í kvöld og vann öruggan sigur 84-59. Þetta var annar sigur ÍR-inga í röð og líklegast besta frammistaða þeirra á tímabilinu til þessa. Körfubolti 8. janúar 2026 18:33
Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Tindastóll mætir Sigal Prishtina frá Kósóvó í ENBL-deildinni í kvöld. Ivan Gavrilovic verður ekki með liðinu. Stólarnir millilentu í Istanbúl á leið sinni yfir til Kósóvó en þegar fara átti með liðið í gegnum vegabréfaeftirlitið í landinu fékk einn leikmaður liðsins ekki leyfi til að koma inn í landið. Það er Serbinn Ivan Gavrilovic og mun ástæðan vera pólitísk. Körfubolti 6. janúar 2026 15:13
„Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Í síðasta þætti Bónus Körfuboltakvölds var rætt um endurkomu Remys Martin til Keflavíkur. Körfubolti 6. janúar 2026 11:01
Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Grindavík vann hreint ótrúlegan sigur gegn Njarðvík, með því að klikka viljandi á vítaskoti, í framlengdum slag í Bónus-deild karla í körfubolta í gærkvöld. Lokasenurnar má nú sjá á Vísi. Körfubolti 5. janúar 2026 12:02
Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ „Það er erfitt að fíla ekki Sigga,“ sagði Hlynur Bæringsson í Bónus Körfuboltakvöldi á Sýn Sport Ísland í gærkvöld. Þar barst talið að Sigurði Péturssyni sem tölurnar sýna að er nær ómissandi fyrir lið Álftaness. Körfubolti 5. janúar 2026 09:30
Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Darryl Morsell verður áfram í Bónusdeild karla í körfubolta þrátt fyrir að Keflvíkingar hafi látið hann fara á dögunum. Körfubolti 4. janúar 2026 23:31
„Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Grindavík vann hreint ótrúlegan endurkomusigur á Njarðvík í kvöld í Bónus-deild karla en Grindvíkingar kreistu að lokum fram eins stigs sigur í framlengingu, 123-124. Körfubolti 4. janúar 2026 22:33
„Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Það var uppgefinn en ánægður Borce Ilievski sem mætti til viðtals strax að loknum dramatískum sigri ÍR gegn Keflavík nú í kvöld. Borce segist sannarlega vera ánægður með sigurinn en nefnir þó að lukkudísirnar hafi vakað yfir liðinu í kvöld. Körfubolti 4. janúar 2026 21:58
Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Kanalausir Keflvíkingar fóru tómhentir heim úr Skógarselinu í kvöld því heimamenn í ÍR byrjuðu nýtt ár með flottum sigri í tólfu umferð Bónusdeildar karla í körfubolta. Körfubolti 4. janúar 2026 20:46
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Njarðvíkingar tóku á móti Grindvíkingum í grannaslag í kvöld í Bónus-deild karla í fyrsta leik liðanna eftir langt jólafrí og það er ekki laust við að jólasteikurnar hafi aðeins setið í mönnum. Þó sérstaklega gestunum sem virkuðu hægir og hálf rænulausir á köflum, þá sérstaklega varnarmegin. Körfubolti 4. janúar 2026 19:01