Dominos-deild karla

Annar Þórsari í gegnum Þrengsli
Ragnar Örn Bragason hefur skrifað undir samning þess efnis að hann spili fyrir ÍR á næstu leiktíð.

Hissa og pirraður en fljótur að sættast við nýja stjórn
„Þetta kom mér sjálfum mjög á óvart,“ segir körfuboltamaðurinn Dominykas Milka um það þegar hann var rekinn frá Keflavík um síðustu mánaðamót. Þeirri ákvörðun var snúið í vikunni og Milka spilar því sína fjórðu leiktíð með Keflavík næsta vetur.

Biðjast afsökunar á því að hafa rekið Milka og semja við hann aftur
Dominykas Milka verur áfram í Keflavík þegar flautað verður til leiks í Subway deildinni í körfubolta næsta haust.

Daniel Mortensen semur við Hauka
Besti erlendi leikmaður Subway-deildarinnar á síðasta tímabili, Daniel Mortensen, er búinn að ná samkomulagi við nýliða Hauka um að spila með þeim í deildinni á næsta leiktímabili.

Kristófer valinn sá besti i þriðja sinn en Dagný Lísa í fyrsta skiptið
Kristófer Acox og Dagný Lísa Davíðsdóttir voru í dag valin bestu leikmenn ársins í Subway deildum karla og kvenna í körfubolta. Þorvaldur Orri Árnason hjá KR og Tinna Guðrún Alexandersdóttir hjá Haukum voru kosin bestu ungu leikmenn ársins.

Bjórinn kláraðist á Hlíðarenda: „Langstærsti dagur í sögu Fjóssins“
„Þetta var í rauninni alveg ótrúlegt,“ segir Gunnar Kristjánsson, vertinn í Fjósinu á Hlíðarenda, sem aldrei hefur verið nálægt því að selja eins mikið af bjór eins og á miðvikudagskvöld.

Daníel verður aðstoðarþjálfari Njarðvíkur næstu tvö árin
Daníel Guðni Guðmundsson hefur samið við Njarðvíkinga og mun verða Benedikt Guðmundssyni, þjálfara liðsins, innan handar næstu tvö árin í Subway-deild karla í körfubolta.

Baneitraðar skeytasendingar milli KR-inga og Valsara
Valur sigraði Tindastól í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í gærkvöldi. Sigurreifir Valsmenn fá þó ekkert ókeypis frá stuðningsmönnum KR-inga sem þykir sitthvað bogið við tilurð þessa sigurs. Nefnilega peningar.

Valsarar fóru meistarahringinn á þremur árum
Valsarar hafa landað Íslandsmeistaratitlum í öllum þremur stóru boltagreinunum á síðustu þremur árum, bæði í karla- og kvennaflokki.

Finnur Freyr tók fram úr Sigga Ingimundar í gærkvöldi
Finnur Freyr Stefánsson varð í gærkvöldi fyrsti þjálfarinn í sögunni sem nær að vinna sex Íslandsmeistaratitla í úrslitakeppni karlakörfuboltans.

Myndaveisla frá oddaleiknum ótrúlega
Valur varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn síðan 1983 eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik á Hlíðarenda.

Finnur: Mjög erfitt að segja þetta fyrir framan þig en Pavel er sá besti
Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson lýsti Pavel Ermolinski sem besta leikmanni sögunnar í íslensku deildakeppninni í körfubolta, eftir að þeir urðu Íslandsmeistarar með Val í gær.

„Er harðasti Valsarinn í heiminum“
Kristófer Acox varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn með Val í gær og í fjórða skiptið alls. Hann var að vonum í skýjunum þegar Ríkharð Óskar Guðnason ræddi við hann eftir sigurinn á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í Origo-höllinni.

Callum komst í einstakan hóp með Axel, Pálma og Páli
Callum Reese Lawson er Íslandsmeistari í körfubolta annað árið í röð og sá eini í heiminum sem getur sagt það.

Twitter bregst við úrslitaleiknum
Úrslitaeinvígi Vals og Tindastól er ný lokið og Valur er Íslandsmeistari í körfubolta árið 2022. Twitter var líflegt á meðan leik stóð og hér má sjá það sem flaug hæst undir myllumerkinu #korfubolti og #subwaydeildin á meðan leik stóð og stuttu eftir leik.

„Ertu að grínast með Hjálmar Stefánsson?“
Finnur Freyr Stefánsson varð í kvöld Íslandsmeistari í sjötta sinn þegar Valur vann Tindastól, 73-60, í oddaleik í úrslitum Subway-deildar karla í kvöld.

Axel Kárason: Fengum jákvæðni sem breytti tímabilinu
Axel Kárason, leikmaður Tindastóls, var afar svekktur eftir þrettán stiga tap í oddaleik gegn Val um Íslandsmeistaratitilinn.

„Er samningslaus en það getur vel verið að ég verði áfram á Sauðárkróki“
Tindastóll tapaði í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn gegn Val 73-60. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var sár eftir leik og var óviss með framtíð sína hjá félaginu.

Umfjöllun: Valur - Tindastóll 73-60 | Valsmenn Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í 39 ár
Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta karla í þriðja sinn og í fyrsta sinn í 39 ár eftir sigur á Tindastóli, 73-60, í oddaleik í troðfullri Origo-höll.

Stuð og stemmning hjá stuðningsmönnum Vals og Tindastóls
Það styttist óðum í oddaleik Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Uppselt er á leikinn stuðningsmenn liðanna gerðu sér glaðan dag fyrir hann.