Sport

Óvænt tap hjá Conor í nótt

Ísak Hallmundarson skrifar
Frá bardaganum í nótt.
Frá bardaganum í nótt. getty/Chris Unger

Conor McGregor átti sína þriðju endurkomu í UFC í nótt þegar hann mætti Dustin Poirier í hringnum.

Þeir höfðu mæst áður árið 2014 Conor vann á 116 sekúndum og var þetta því tækifæri fyrir Poirier til að ná fram hefndum.

Conor var með yfirhöndina í fyrstu lotum en Poirier náði nokkrum góðum höggum í annari lotu og var dæmdur sigurvegari eftir tvær mínútur og 32 sekúndur af henni.

Þetta var fyrsta tap Írans í annarri lotu á ferlinum. 

„Það er erfitt að kyngja þessu. Mér fannst ég sterkari en hann, en spörkin hans voru góð. Ég náði ekki að aðlagast,“ sagði McGregor.

„Ég hef enga afsökun, þetta var ótrúleg frammistaða hjá Dustin. Ég þarf að hrista þetta af mér og koma til baka.“

Conor hafði sagt ferli sínum lokið þrisvar áður en þetta var þriðja endurkoman hans á ferlinum. Hann ætlar nú að halda ótrauður áfram.

MMAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.