Nýju Bond-myndinni enn frestað Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2021 08:47 No Time to Die er 25. í röð Bond-mynda. Frumsýningu á nýju myndinni um njósnara hinnar hátignar James Bond, No Time to Die, hefur enn á ný verið frestað. Aðstandendur myndarinnar tilkynntu í nótt að nýr frumsýningardagur sé 8. október næsta haust. Upphaflega átti að frumsýna þessa 25. mynd um Bond 2. apríl á síðasta ári, en frumsýningunni svo fyrst frestað til nóvember 2020 og svo 2. apríl 2021. Nýjasta dagsetningin er því sem sagt 8. október 2021. No Time to Die var á síðasta ári ein af fyrstu stórmyndum þar sem ákveðið var að fresta frumsýningu vegna heimsfaraldursins. Nýja dagsetning frumsýningar Bond-myndarinnar hefur nú einnig fengið önnur kvikmyndaver til að bregðast við. Þannig hefur Sony nú tilkynnt að frumsýning á nýju Ghostbusters-myndinni frestist frá júní og fram í nóvember. Þá mynd átti upphaflega að frumsýna fyrri hluta árs 2020. No Time to Die skartar Daniel Craig í hlutverki Bond, en þetta ku vera í síðasta sinn sem hann fer með hlutverk njósnarans. Hann hefur áður leikið í Bond-myndunum Casino Royale, Quantum of Solace, Skyfall og Spectre. Meðal annarra sem fara með stór hlutverk í nýju Bond-myndinni eru Rami Malek, Léa Seydoux, Naomie Harris, Jeffrey Wright, Christoph Waltz, Rory Kinnear og Ralph Fiennes. NO TIME TO DIE 8 October 2021Posted by James Bond 007 on Thursday, 21 January 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) James Bond Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Upphaflega átti að frumsýna þessa 25. mynd um Bond 2. apríl á síðasta ári, en frumsýningunni svo fyrst frestað til nóvember 2020 og svo 2. apríl 2021. Nýjasta dagsetningin er því sem sagt 8. október 2021. No Time to Die var á síðasta ári ein af fyrstu stórmyndum þar sem ákveðið var að fresta frumsýningu vegna heimsfaraldursins. Nýja dagsetning frumsýningar Bond-myndarinnar hefur nú einnig fengið önnur kvikmyndaver til að bregðast við. Þannig hefur Sony nú tilkynnt að frumsýning á nýju Ghostbusters-myndinni frestist frá júní og fram í nóvember. Þá mynd átti upphaflega að frumsýna fyrri hluta árs 2020. No Time to Die skartar Daniel Craig í hlutverki Bond, en þetta ku vera í síðasta sinn sem hann fer með hlutverk njósnarans. Hann hefur áður leikið í Bond-myndunum Casino Royale, Quantum of Solace, Skyfall og Spectre. Meðal annarra sem fara með stór hlutverk í nýju Bond-myndinni eru Rami Malek, Léa Seydoux, Naomie Harris, Jeffrey Wright, Christoph Waltz, Rory Kinnear og Ralph Fiennes. NO TIME TO DIE 8 October 2021Posted by James Bond 007 on Thursday, 21 January 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) James Bond Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira