Fótbolti

Alfreð skoraði fernu í bikarnum

Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. Mynd/AFP
Alfreð Finnbogason getur ekki hætt að skora en hann skoraði öll fjögur mörk Heerenveen í kvöld í hollensku bikarkeppninni..

Þá lagði lið hans stórlið Kozakken Boys, 4-0, af velli.

Alfreð er þegar búinn að skora sex mörk fyrir félagið en hann skoraði tvö mörk gegn Ajax í deildinni.

Hann ætti því að vera kominn í uppáhald hjá stuðningsmönnum félagsins nú þegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×