Innlent

Segist gáttaður á kosningunum

Steingrímur j. Sigfússon
Steingrímur j. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon, fráfarandi atvinnuvegaráðherra, skrifaði grein sem birtist á vefsíðu Financial Times í gærkvöldi þar sem hann veltir upp þeirri spurningu hvort stjórnmálamenn geti mætt óraunhæfum væntingum kjósenda í Evrópu á tímum niðurskurðar.

Hann bendir á að jafnvel þótt stjórnvöld á Íslandi hafi verið gerð að fyrirmynd um hvernig takast ætti á við efnahagshrun hafi flokkarnir tveir sem margir vilja kenna um hrunið aftur verið kosnir til valda. Hann segir þetta vekja upp grundvallarspurningar og spyr hvort einhver stjórnmálamaður geti uppfyllt óraunhæfar væntingar kjósenda í Evrópu.

Steingrímur segir að þrátt fyrir að hagvöxtur hafi vænkast, verðbólga minnkað, gjaldmiðillinn komist í betra jafnvægi og atvinnuleysi minnkað um helming hafi þáverandi ríkisstjórn beðið afhroð í nýliðnum kosningum. Erfitt sé að svara hvers vegna en sumir vilji meina að hún hafi ekki auglýst árangur sinn nægilega vel. Steingrímur segir að stjórnmálamenn í Evrópu eigi mikið verk fyrir höndum. Þær ákvarðanir sem þeir þurfi að takast á við séu ekki líklegar til vinsælda því kjósendur vilji árangur strax.- hó




Fleiri fréttir

Sjá meira


×