Gunnar Smári býður sig ekki aftur fram Hanna Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2013 07:00 Gunnar Smári Egilsson segir ákvörðun sína um að bjóða sig ekki aftur fram til formanns SÁÁ persónulega. Fréttablaðið/Teitur „Þetta er bara persónuleg ákvörðun hjá mér. Þetta tengist í raun engu sérstöku,“ segir Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ sem hefur ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram til formannsembættis félagsins. Gunnar Smári tilkynnti stjórnarmönnum og starfsfólki tíðindin á fundi síðastliðinn laugardag. Hann segir að sér hafi fundist rétt að tilkynna ákvörðun sína með góðum fyrirvara fyrir ársfund félagsins. Aðspurður hvort að ákvörðun hans tengist að einhverju leyti átökum innan samtakanna segir hann svo ekki vera en bætir við: „Í stórum hópi er alltaf einhver ágreiningur um stefnur og strauma og stundum er ágætt að það komi bara fram. Það er ekki alltaf best að leysa allt í bakherbergjum. En mér fannst hins vegar rétt að ég drægi mig til hlés í þágu stefnunnar í stað þess að takast á við menn.“ Hann segist sáttur við sitt starf og stoltur af því að samtökin hafi ekki þurft að skerða þjónustuna við sinn sjúklingahóp þrátt fyrir niðurskurð og erfiða tíma. Að sögn Gunnars Smára hafa samtökin mætt niðurskurði með því að fjölga félögum og auka söfnunarfé frá almenningi. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt. Ég er búinn að vera hér í fimm ár, tvö ár sem formaður, og farið í gegnum tíma samdráttar og kreppu. Starfsmenn, félagar, stjórnarmenn geti verið stoltir af síðustu árum og hvernig samtökin hafa komist í gegnum erfiða tíma. Við höfum haldið úti svo til óbreyttri þjónustu og aukið hana ef eitthvað er. Við höfum reyndar þurft að ganga svolítið á eignir okkar, ekki sjóði, en við höfum ekki sinnt viðhaldi á fasteignum og öðru slíku.“ Aðspurður hvað taki við að loknu formannsembætti segir Gunnar Smári ekki tímabært að ræða það opinberlega. „Ég er að skoða ákveðna hluti. Lífið hefur nú alltaf komið mér skemmtilega á óvart. Ég má því ekki hugsa of mikið um eitt ákveðið, það þarf að vera pláss fyrir það óvænta og skemmtilega.“ Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
„Þetta er bara persónuleg ákvörðun hjá mér. Þetta tengist í raun engu sérstöku,“ segir Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ sem hefur ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram til formannsembættis félagsins. Gunnar Smári tilkynnti stjórnarmönnum og starfsfólki tíðindin á fundi síðastliðinn laugardag. Hann segir að sér hafi fundist rétt að tilkynna ákvörðun sína með góðum fyrirvara fyrir ársfund félagsins. Aðspurður hvort að ákvörðun hans tengist að einhverju leyti átökum innan samtakanna segir hann svo ekki vera en bætir við: „Í stórum hópi er alltaf einhver ágreiningur um stefnur og strauma og stundum er ágætt að það komi bara fram. Það er ekki alltaf best að leysa allt í bakherbergjum. En mér fannst hins vegar rétt að ég drægi mig til hlés í þágu stefnunnar í stað þess að takast á við menn.“ Hann segist sáttur við sitt starf og stoltur af því að samtökin hafi ekki þurft að skerða þjónustuna við sinn sjúklingahóp þrátt fyrir niðurskurð og erfiða tíma. Að sögn Gunnars Smára hafa samtökin mætt niðurskurði með því að fjölga félögum og auka söfnunarfé frá almenningi. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt. Ég er búinn að vera hér í fimm ár, tvö ár sem formaður, og farið í gegnum tíma samdráttar og kreppu. Starfsmenn, félagar, stjórnarmenn geti verið stoltir af síðustu árum og hvernig samtökin hafa komist í gegnum erfiða tíma. Við höfum haldið úti svo til óbreyttri þjónustu og aukið hana ef eitthvað er. Við höfum reyndar þurft að ganga svolítið á eignir okkar, ekki sjóði, en við höfum ekki sinnt viðhaldi á fasteignum og öðru slíku.“ Aðspurður hvað taki við að loknu formannsembætti segir Gunnar Smári ekki tímabært að ræða það opinberlega. „Ég er að skoða ákveðna hluti. Lífið hefur nú alltaf komið mér skemmtilega á óvart. Ég má því ekki hugsa of mikið um eitt ákveðið, það þarf að vera pláss fyrir það óvænta og skemmtilega.“
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira