Breyta gamla bókasafninu í íbúðarhús Kristján Hjálmarsson skrifar 15. maí 2013 07:00 Til stendur að koma gamla bókasafninu í upprunalegt horf. Eignarhaldsfélagið Mjósund 10 keypti húsið en að baki því standa Kristín Reynisdóttir og sonur hennar Ástþór Reynir Guðmundsson, fasteignasali hjá Remax. Mynd/Byggðasafn Hafnarfjarðar Til stendur að breyta gamla bókasafninu í Hafnarfirði, sem stendur við Mjósund 10, í íbúðarhúsnæði. Húsið hýsti áður samtökin Regnbogabörn og félagsmiðstöð fyrir unglinga 16 ára og eldri. Eignarhaldsfélagið Mjósund 10 ehf. hefur sótt um heimild til skipulags- og byggingaráðs um breytinga á aðalskipulagi en samkvæmt núgildandi skipulagi er aðeins gert ráð fyrir að stofnanir séu í húsinu. Samkvæmt fundargerð ráðsins er tekið vel í hugmyndina og lagt til að bæjarstjórn vinni að málinu. Húsið er inni í miðju íbúðahverfi. Mjósund 10 er sögufrægt hús. Það var vígt sem bókhlaða þann 31. maí árið 1956 en arkitekt þess var Sigurður J. Ólafsson bæjarverkfræðingur. Bókasafn Hafnarfjarðar hafði aðsetur í húsinu en flutti í nýtt húsnæði við Strandgötu árið 2002. Vífilfell keypti húsið sama ár og afhenti það samtökunum Regnbogabörnum til afnota. Kaupverðið var þá 26 milljónir króna. Regnborgabörn höfðu aðsetur á efri hæð hússins en félagsmiðstöð fyrir unglinga 16 ára og eldri var rekin í húsinu þar til um síðustu áramót. Að sögn Stefáns Karls Stefánssonar, formanns Regnbogabarna, rann þjónustusamningur samtakanna við Hafnarfjarðarbæ út. Þar með hafi grundvöllurinn fyrir samtökin að halda úti tæplega 600 fermetra húsi brostið og því hafi þau flutt í nýtt húsnæði við Stapahraun. Húsið hafi auk þess verið komið verulega til ára sinna og viðhaldið verið kostnaðarsamt fyrir samtökin. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur til að koma gamla bókasafninu í upprunalegt horf og ekki stendur til að selja það áfram. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Til stendur að breyta gamla bókasafninu í Hafnarfirði, sem stendur við Mjósund 10, í íbúðarhúsnæði. Húsið hýsti áður samtökin Regnbogabörn og félagsmiðstöð fyrir unglinga 16 ára og eldri. Eignarhaldsfélagið Mjósund 10 ehf. hefur sótt um heimild til skipulags- og byggingaráðs um breytinga á aðalskipulagi en samkvæmt núgildandi skipulagi er aðeins gert ráð fyrir að stofnanir séu í húsinu. Samkvæmt fundargerð ráðsins er tekið vel í hugmyndina og lagt til að bæjarstjórn vinni að málinu. Húsið er inni í miðju íbúðahverfi. Mjósund 10 er sögufrægt hús. Það var vígt sem bókhlaða þann 31. maí árið 1956 en arkitekt þess var Sigurður J. Ólafsson bæjarverkfræðingur. Bókasafn Hafnarfjarðar hafði aðsetur í húsinu en flutti í nýtt húsnæði við Strandgötu árið 2002. Vífilfell keypti húsið sama ár og afhenti það samtökunum Regnbogabörnum til afnota. Kaupverðið var þá 26 milljónir króna. Regnborgabörn höfðu aðsetur á efri hæð hússins en félagsmiðstöð fyrir unglinga 16 ára og eldri var rekin í húsinu þar til um síðustu áramót. Að sögn Stefáns Karls Stefánssonar, formanns Regnbogabarna, rann þjónustusamningur samtakanna við Hafnarfjarðarbæ út. Þar með hafi grundvöllurinn fyrir samtökin að halda úti tæplega 600 fermetra húsi brostið og því hafi þau flutt í nýtt húsnæði við Stapahraun. Húsið hafi auk þess verið komið verulega til ára sinna og viðhaldið verið kostnaðarsamt fyrir samtökin. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur til að koma gamla bókasafninu í upprunalegt horf og ekki stendur til að selja það áfram.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira