Innlent

Leita að framúrskarandi ungum Íslendingum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Þeir Jackie Chan, Magnús Scheving og Elvis Presley hafa allir verið verðlaunaðir af JCI.
Þeir Jackie Chan, Magnús Scheving og Elvis Presley hafa allir verið verðlaunaðir af JCI.

JCI Ísland leitar að framúrskarandi ungum Íslendingi sem á skilið viðurkenningu.

Samtökin verðlauna árlega unga Íslendinga á aldrinum átján til fjörutíu ára sem „takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni og ná undraverðum árangri.“

Verðlaunin eru hluti af alþjóðlegu verðlaununum „Outstanding Young Persons of the World“ sem veitt eru árlega af Junior Chamber International.

„Þetta er ellefta árið í röð sem verðlaunin eru veitt hér á landi,“ segir Tryggvi F. Elínarson formaður verkefnisins, en hann segir verðlaunin á heimsvísu eiga sér sögu aftur til miðbiks síðustu aldar.

Tryggvi segir marga bæði lands- og heimsþekkta aðila hafa fengið verðlaunin og nefnir fólk á borð við John F. Kennedy fyrrum forseta Bandaríkjanna, rokkstjörnuna Elvis Presley, íþróttaálfinn Magnús Scheving, frumkvöðulinn Guðjón í Oz, íþróttakonuna Kristínu Rós Hákonardóttur og leikarann Jackie Chan.

Um skilyrði fyrir tilnefningu segir Tryggvi að horft sé eftir að menn hafi með sýnilegum hætti skarað fram úr, verið góðar fyrirmyndir og gefið af sér til samfélagsins.

„Uppfylli menn þau skilyrði þá komast þeir í lokaúrtak og þá tekur dómnefndin við.“

Hægt er að tilnefna framúrskarandi ungan Íslending hér, og lesa nánar um verðlaunin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×