Segir RÚV ekki gæta jafnræðis Jóhannes Stefánsson skrifar 15. maí 2013 15:32 Ásgeir segir þættina eiga erindi í íslenska umræðu. Mynd/ AFP/ Úr einkasafni „Það eru ansi mörg og sannfærandi dæmi um að það sé slagsíða á efnistökum RÚV og það er áhyggjuefni upp á það að umræðan í samfélaginu sé upplýst og vönduð," segir Ásgeir Ingvarsson í samtali við fréttastofu Vísis. „Á RÚV hvílir lögum samkvæmt skylda til að gæta jafnvægis í umfjöllun." Ásgeir er meistaranemi í samanburðarstjórnmálum við London School of Economics og stjórnarmaður hjá Ludwig von Mises stofnuninni á Íslandi. Hann stendur fyrir undirskriftasöfnun á netinu þar sem skorað er á RÚV að sýna fræðsluþættina Free to Choose eftir nóbelsverðlaunahagfræðinginn Milton Friedman. Hátt í 100 manns hafa skrifað undir þegar þetta er ritað en undirskriftasöfnunin hófst á þriðjudag.Mikilvægt að öll sjónarmið fái umræðu Fræðsluþættirnir Free to Choose er tíu þátta röð frá 1980 og var m.a. Monty Python leikarinn John Cleese einn framleiðenda þáttanna. „Ég vil meina að þættirnir eigi brýnt erindi við fólkið í landinu. Þar rekur Friedman á mjög öfgalausan og aðgengilegan hátt ákveðin grunnatriði í hagfræði og samfélagssýn frjálshyggjunnar. Þessir klassísku þættir ollu straumhvörfum á sínum tíma," segir Ásgeir og bendir á að einnig sé til styttri, 5 þátta endurútgáfa Free to Choose frá 1990. „Þegar kemur að efni sem fræðir fólk um frjálshyggju er fátt sem slær þáttunum við," segir Ásgeir. „Það sem við erum að gera er að safna undirskriftum og svo ætlum við að senda stöðinni bréf, en áhugamenn um frjálshyggu hafa þegar boðist til þess að borga fyrir sýningarréttinn." Ásgeir segir aðdraganda undirskriftasöfnunarinnar hafa verið þann að hann hafi sent RÚV erindi í þeirri von að þættirnir yrðu sýndir í tengslum við 100 ára fæðingarafmæli Friedmans árið 2012, en ekki átt erindi sem erfiði. „RÚV hafði þá fyrir stuttu sýnt þáttinn Shock Doctrine þar sem m.a. var vegið að þeim skoðunum sem Friedman mælir fyrir. Shock Doctrine var sýnd og vinstrisinnaðir álitsgjafar héldu ekki vatni yfir þættinum. Þeir töldu að þar með hefði frjálshyggjan verið kveðin í kútinn. Fannst mér þá alveg kjörið að RÚV myndi gæta sanngirni og sýna þættina hans Friedmans á 100 ára afmæli þessa merkilegasta hagfræðings seinni hluta síðustu aldar."Segir frjálshyggjuna hafða fyrir rangri sök Ásgeir segir um stöðu frjálshyggjunnar í dag: „Það gætir ákveðins misskilnings um það hvað frjálshyggja er og hvað frjálshyggja er ekki. Ákveðnir flokkar hafa eignað sér frjálshyggjuna án þess að hafa endilega stundað hana. Það er alveg rétt að margt í efnahagslífinu og pólitíkinni færðist í átt að aukinni frjálshyggju seinustu áratugina, en þar með er ekki hægt að segja alvöru frálshyggja hafi ráðið för. Þvert á móti. ef maður skoðar málin í þaula og rekur sig að rótum alls þess versta sem riðið hefur yfir okkur og heimsbyggðina undanfarin ár þá reynist orsökin einmitt vera skortur á frjálshyggju og offramboð á ríkisafskiptum." Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
„Það eru ansi mörg og sannfærandi dæmi um að það sé slagsíða á efnistökum RÚV og það er áhyggjuefni upp á það að umræðan í samfélaginu sé upplýst og vönduð," segir Ásgeir Ingvarsson í samtali við fréttastofu Vísis. „Á RÚV hvílir lögum samkvæmt skylda til að gæta jafnvægis í umfjöllun." Ásgeir er meistaranemi í samanburðarstjórnmálum við London School of Economics og stjórnarmaður hjá Ludwig von Mises stofnuninni á Íslandi. Hann stendur fyrir undirskriftasöfnun á netinu þar sem skorað er á RÚV að sýna fræðsluþættina Free to Choose eftir nóbelsverðlaunahagfræðinginn Milton Friedman. Hátt í 100 manns hafa skrifað undir þegar þetta er ritað en undirskriftasöfnunin hófst á þriðjudag.Mikilvægt að öll sjónarmið fái umræðu Fræðsluþættirnir Free to Choose er tíu þátta röð frá 1980 og var m.a. Monty Python leikarinn John Cleese einn framleiðenda þáttanna. „Ég vil meina að þættirnir eigi brýnt erindi við fólkið í landinu. Þar rekur Friedman á mjög öfgalausan og aðgengilegan hátt ákveðin grunnatriði í hagfræði og samfélagssýn frjálshyggjunnar. Þessir klassísku þættir ollu straumhvörfum á sínum tíma," segir Ásgeir og bendir á að einnig sé til styttri, 5 þátta endurútgáfa Free to Choose frá 1990. „Þegar kemur að efni sem fræðir fólk um frjálshyggju er fátt sem slær þáttunum við," segir Ásgeir. „Það sem við erum að gera er að safna undirskriftum og svo ætlum við að senda stöðinni bréf, en áhugamenn um frjálshyggu hafa þegar boðist til þess að borga fyrir sýningarréttinn." Ásgeir segir aðdraganda undirskriftasöfnunarinnar hafa verið þann að hann hafi sent RÚV erindi í þeirri von að þættirnir yrðu sýndir í tengslum við 100 ára fæðingarafmæli Friedmans árið 2012, en ekki átt erindi sem erfiði. „RÚV hafði þá fyrir stuttu sýnt þáttinn Shock Doctrine þar sem m.a. var vegið að þeim skoðunum sem Friedman mælir fyrir. Shock Doctrine var sýnd og vinstrisinnaðir álitsgjafar héldu ekki vatni yfir þættinum. Þeir töldu að þar með hefði frjálshyggjan verið kveðin í kútinn. Fannst mér þá alveg kjörið að RÚV myndi gæta sanngirni og sýna þættina hans Friedmans á 100 ára afmæli þessa merkilegasta hagfræðings seinni hluta síðustu aldar."Segir frjálshyggjuna hafða fyrir rangri sök Ásgeir segir um stöðu frjálshyggjunnar í dag: „Það gætir ákveðins misskilnings um það hvað frjálshyggja er og hvað frjálshyggja er ekki. Ákveðnir flokkar hafa eignað sér frjálshyggjuna án þess að hafa endilega stundað hana. Það er alveg rétt að margt í efnahagslífinu og pólitíkinni færðist í átt að aukinni frjálshyggju seinustu áratugina, en þar með er ekki hægt að segja alvöru frálshyggja hafi ráðið för. Þvert á móti. ef maður skoðar málin í þaula og rekur sig að rótum alls þess versta sem riðið hefur yfir okkur og heimsbyggðina undanfarin ár þá reynist orsökin einmitt vera skortur á frjálshyggju og offramboð á ríkisafskiptum."
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira