Innlent

Skemmtiferðaskip birtist á bæjarhátíð

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Frá Kátum dögum Hér er boðið upp á Ægiskræsingar og hvítvínstár við höfnina.
Frá Kátum dögum Hér er boðið upp á Ægiskræsingar og hvítvínstár við höfnina. mynd/Langanesbyggð
Síðasta vika var mikil hátíðarvika á Þórshöfn en þar var haldin hátíðin Kátir dagar um helgina.  Óvæntir gestir settu mikinn svip á þorpið.

Að sögn Ólafs Steinarssonar sveitarstjóra voru á bilinu 250 til 300 manns við hátíðina. Boðið var upp á ýmsa sjávarrétti við höfnina og eins var mörgum sölubásum skotið upp. „Þetta var minna um sig hvað magnið varðar en gæðin alveg í hámarki,“ segir hann en umstangið var minna en undanfarin ár.

Óvæntur atburður gerði það að verkum að hátíð hófst fyrr en ætlað var en mikil stemmning greip um sig í þorpinu þegar skemmtiferðarskipið National Geographic lagðist óvænt að höfn. Skipið var skammt frá þegar spurn barst hvort það mætti leggjast að, sem var auðsótt mál.

„Aðalgatan hérna varð bara allt í einu eins og Laugavegurinn,“ segir sveitarstjórinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×