„Eins og flóttamenn séu einhver ómenni sem geti ekki átt vini“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. febrúar 2016 01:00 Matsmenn töldu nær öruggt að vegabréfið væri falsað. vísir/getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt rúmlega þrítugan karlmann, Elliot Donka, í þrjátíu daga fangelsi fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi á leið sinni til Grænlands. Elliot er frá Síerra Leone en þá daga sem hann dvaldist hér á landi náði hann að vingast við Íslendinga sem átta sig illa á niðurstöðu dómsins. „Ég var nýbúinn að skutla pabba í flug á Reykjavíkurflugvelli og er að aka í burt þegar Elliot veifar til mín,“ segir Friðrik Bjartur Magnússon í samtali við Vísi. „Ég stoppa fyrir honum og hann spyr mig hvort ég geti skutlað honum niður í bæ því hann viti ekkert hvað hann eigi að gera.“ Maðurinn kom hingað til lands fyrir rúmri viku og var á leið til Grænlands. Hann hafði komið til Ítalíu árið 2011 og hafði þar stöðu flóttamanns. Undanfarna mánuði hafi hann ferðast um Evrópu á vegabréfi sínu og þá meðal annars til Sviss, Bretlands, Svíþjóðar og Frakklands. Hvergi hafi hann lent í vandræðum með vegabréf sitt.Friðrik Bjartur MagnússonÁkvað að hefja afplánun strax „Það gekk frekar illa að finna stað fyrir hann til að gista á enda hafði hann ekki efni á miklu. Það fór svo að ég borgaði eina nótt fyrir hann á gistiheimili og svo mæltum við okkur mót síðar. Við fengum okkur til að mynda að borða saman,“ segir Friðrik. Þann 18. febrúar síðastliðinni keypti Elliot flugmiða til Grænlands en var stoppaður við vegabréfseftirlit vegna gruns um að vegabréf hans væri falsað. Dómur í máli hans var kveðinn upp í gær. Í tengslum var málið var gerð skilríkjarannsóknarskýrsla sem sýndi með óyggjandi hætti að um fölsun væri að ræða. „Ég bauðst til að vera viðstaddur dómsuppkvaðninguna með honum,“ segir Friðrik. Aðrir viðstaddir hafi verið verjandi mannsins, sækjandi, dómari og dómtúlkur. „Þetta var bara afgreitt á núll einni. Verjandinn hans sagði honum að hann gæti annað hvort unað dómnum eða hafið afplánun strax og þá líklega verið hleypt fyrr út.“ Að sögn Friðriks hafi vinur hans þulið upp að hann hefði ekkert rangt gert og að hann vilji helst ekki vera áfram á Íslandi. Því hafi hann ákveðið að una niðurstöðunni og hafið afplánun þá þegar. Viðmótið það versta „Það sem mér finnst einna verst var viðmótið sem mætti mér þegar er ég kíkti í Hegningarhúsið til að spyrjast fyrir um hvenær ég gæti hitt hann. Þá var einn vörðurinn steinhissa þegar ég sagðist vera vinur mannsins. „Bíddu, er hann ekki flóttamaður?“ spurði hann eins og flóttamenn séu einhver ómenni sem geti ekki átt vini.“ Í Hegningarhúsinu var Friðriki tjáð að hann gæti hringt í Elliot á ákveðnum símatímum en það að fá að heimsækja hann væri tveggja til þriggja vikna ferli. „Ég verð að segja að mér finnst þetta undarlegt. Í dómnum segir að haft hafi verið samband við sendiráð Sierra Leone í Þýskalandi til að fá upplýsingar um vegabréfið. Ekkert svar hafi borist ennþá en þrátt fyrir það er dæmt í málinu. Fyrir mitt leiti tel ég að þarna hafi verið farið alltof geyst afgreiðslu málsins,“ segir Friðrik að lokum. Í desember á síðasta ári kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sýrlensks flóttamanns sem hafði framvísað fölsuðu skilríki við komuna hingað til lands. Þar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að flóttamaðurinn hefði gerst brotlegur við lög en honum var ekki dæmd refsing fyrir brotið. Var þar litið til þjóðréttarlegra skuldbindinga Íslands í tengslum við alþjóðasamning um stöðu flóttamanna. Héraðsdómari í máli Elliot leit til samningsins en taldi hann ekki eiga að hafa áhrif á niðurstöðuna þar sem Elliot hefði ekki komið hingað frá stríðshrjáðu landi. Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt rúmlega þrítugan karlmann, Elliot Donka, í þrjátíu daga fangelsi fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi á leið sinni til Grænlands. Elliot er frá Síerra Leone en þá daga sem hann dvaldist hér á landi náði hann að vingast við Íslendinga sem átta sig illa á niðurstöðu dómsins. „Ég var nýbúinn að skutla pabba í flug á Reykjavíkurflugvelli og er að aka í burt þegar Elliot veifar til mín,“ segir Friðrik Bjartur Magnússon í samtali við Vísi. „Ég stoppa fyrir honum og hann spyr mig hvort ég geti skutlað honum niður í bæ því hann viti ekkert hvað hann eigi að gera.“ Maðurinn kom hingað til lands fyrir rúmri viku og var á leið til Grænlands. Hann hafði komið til Ítalíu árið 2011 og hafði þar stöðu flóttamanns. Undanfarna mánuði hafi hann ferðast um Evrópu á vegabréfi sínu og þá meðal annars til Sviss, Bretlands, Svíþjóðar og Frakklands. Hvergi hafi hann lent í vandræðum með vegabréf sitt.Friðrik Bjartur MagnússonÁkvað að hefja afplánun strax „Það gekk frekar illa að finna stað fyrir hann til að gista á enda hafði hann ekki efni á miklu. Það fór svo að ég borgaði eina nótt fyrir hann á gistiheimili og svo mæltum við okkur mót síðar. Við fengum okkur til að mynda að borða saman,“ segir Friðrik. Þann 18. febrúar síðastliðinni keypti Elliot flugmiða til Grænlands en var stoppaður við vegabréfseftirlit vegna gruns um að vegabréf hans væri falsað. Dómur í máli hans var kveðinn upp í gær. Í tengslum var málið var gerð skilríkjarannsóknarskýrsla sem sýndi með óyggjandi hætti að um fölsun væri að ræða. „Ég bauðst til að vera viðstaddur dómsuppkvaðninguna með honum,“ segir Friðrik. Aðrir viðstaddir hafi verið verjandi mannsins, sækjandi, dómari og dómtúlkur. „Þetta var bara afgreitt á núll einni. Verjandinn hans sagði honum að hann gæti annað hvort unað dómnum eða hafið afplánun strax og þá líklega verið hleypt fyrr út.“ Að sögn Friðriks hafi vinur hans þulið upp að hann hefði ekkert rangt gert og að hann vilji helst ekki vera áfram á Íslandi. Því hafi hann ákveðið að una niðurstöðunni og hafið afplánun þá þegar. Viðmótið það versta „Það sem mér finnst einna verst var viðmótið sem mætti mér þegar er ég kíkti í Hegningarhúsið til að spyrjast fyrir um hvenær ég gæti hitt hann. Þá var einn vörðurinn steinhissa þegar ég sagðist vera vinur mannsins. „Bíddu, er hann ekki flóttamaður?“ spurði hann eins og flóttamenn séu einhver ómenni sem geti ekki átt vini.“ Í Hegningarhúsinu var Friðriki tjáð að hann gæti hringt í Elliot á ákveðnum símatímum en það að fá að heimsækja hann væri tveggja til þriggja vikna ferli. „Ég verð að segja að mér finnst þetta undarlegt. Í dómnum segir að haft hafi verið samband við sendiráð Sierra Leone í Þýskalandi til að fá upplýsingar um vegabréfið. Ekkert svar hafi borist ennþá en þrátt fyrir það er dæmt í málinu. Fyrir mitt leiti tel ég að þarna hafi verið farið alltof geyst afgreiðslu málsins,“ segir Friðrik að lokum. Í desember á síðasta ári kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sýrlensks flóttamanns sem hafði framvísað fölsuðu skilríki við komuna hingað til lands. Þar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að flóttamaðurinn hefði gerst brotlegur við lög en honum var ekki dæmd refsing fyrir brotið. Var þar litið til þjóðréttarlegra skuldbindinga Íslands í tengslum við alþjóðasamning um stöðu flóttamanna. Héraðsdómari í máli Elliot leit til samningsins en taldi hann ekki eiga að hafa áhrif á niðurstöðuna þar sem Elliot hefði ekki komið hingað frá stríðshrjáðu landi.
Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent