Innlent

Strætó býður til opnunar

Strætó bs. býður íbúum höfðuborgarsvæðisins að vera við formlega opnun á nýju leiðarkerfi á Hlemmi klukkan eitt í dag. Þar verða stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Strætós bs. sem munu kynna nýtt kerfi. Þá taka borgarstjóri og bæjarstjórar aðildarsveitarfélaga Strætós kerfið formlega í notkun. Boðið verður upp á léttar veitingar og skemmtun í kjölfarið. Helgi Björnsson tekur lagið, götuleikhús lífgar upp á stemminguna og boðið verður upp á andlitsmálun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×