Innlent

Fær 50 milljónir í sinn hlut

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Tæplega 50 milljónir. Ekki amaleg búbót það.
Tæplega 50 milljónir. Ekki amaleg búbót það. Vísir
Heppinn viðskiptavinur, sem lagði leið sína í Happahúsið í Kringlunni, var einn með allar aðaltölurnar réttar í lottódrætti kvöldsins. Sá hinn sami hlýtur 48.777.900 króna í sinn hlut.

Fram kemur á vef Íslenskrar getspár að sex hafi að sama skapi skipt bónusvinningnum á milli sín og að hver fái 105.140 krónur í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í N1 við Hafnargötu í Reykjanesbæ, Snælandi að Núpalind 1 í Kópavogi, 2 miðar voru keyptir á lotto.is og 2 þeirra voru í áskrift.

Einn var sömuleiðis með allar Jókertölurnar í réttri röð og fær hann fyrir það 2 milljónir króna. Miðinn var keyptur í Olís á Húsavík.

Fimm unnu 100.000 kr. í Jókernum og voru þeir miðar keyptir í Tvistinum, Vestmannaeyjum, Olís á Kjalarnesi og við Gullinbrú í Reykjavík, N1 að Stórahjalla 2 í Kópavogi og N1 á Egilsstöðum.

Þá virðist sem Grindvíkingar séu með getspárri einstaklingum landsins. Hópur frá Grindavík fékk 13 rétta í enska getraunaseðlinum í dag og voru þeir einu á Íslandi sem náðu 13 réttum. Alls fá þeir rúmlega 440 þúsund krónur í sinn hlut fyrir 13 rétta að þessu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×