Erlent

Ein milljón manna flýr Flórída

Tæplega ein milljón manna á Flórída í Bandaríkjunum hefur neyðst til þess að flýja heimili sín vegna fellibyljarins Jeanne en óttast er að bylurinn kunni að valda miklum usla á svæðinu. Jeanne er sá fjórði sem ríður yfir Flórída á undanförnum vikum. Vindhraðinn er um 170 kílómetrar á klukkustund og telja veðurfræðingar að fellibylurinn komi upp að ströndum ríkisins á morgun, sunnudag. Vegna óveðursins ákváðu Flugleiðir að flýta áætlunarflugi til Orlandó og var áformað að leggja af stað nú klukkan tíu í morgun í stað þess að fljúga klukkan fimm síðdegis, eins og venja er. Á myndinni setja verslunareigendurnir Diane Hicks og Danny Lee planka fyrir glugga verslunar sinnar á Flórída áður en Jeanne ríður þar yfir. Hicks spreyjar nafn Jeanne á plankann en fyrir eru nöfn þeirra fellibylja sem riðið hafa yfir Flórída fyrr í sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×