Innlent

Frönskum dögum lýkur í dag

Maður reyndi að hleypa úr dekkjum lögreglubifreiðar en var handtekinn og gisti fangageymslur hluta nætur. Bróðir hins handtekna reyndi síðar að gera athugasemdir við handtökuna og var einnig handtekinn og hnepptur í varðhald. Á Reyðarfirði var reynt að kveikja í bifreið en búið var að koma pappír fyrir í bensínloki bifreiðarinnar þegar lögregla kom að. Mennirnir sem grunaðir voru um að ætla að kveikja í bílnum neituðu sök en þeir höfðu náð sér í bensín á brúsa sem þeir voru grunaðir um að hafa ætlað að nota til verknaðarins. Einn þeirra var eigandi bifreiðarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×