Lífið

Stöð 2 sigraði í spurningakeppni fjölmiðlanna

Fréttastofa Stöðvar 2 sigraði í hinni árlegu spurningakeppni fjölmiðlanna, sem lauk á Rás 2 í dag, en keppnin hefur staðið yfir páskadagana. Til úrslita kepptu Stöð 2 og N4 á Akureyri og sigraði Stöð 2 með 7 stigum gegn 4. Í undanúrslitum hafði Stöð 2 lagt Læknablaðið og N4 lagt Fréttastofu Sjónvarpsins. Í liði Stöðvar 2 voru þau Lára Ómarsdóttir og Oddur Ástráðsson og afhenti umsjónarmaður keppninnar, Ævar Örn Jósepsson, hvoru þeirra að launum hótelgistingu að Búðum fyrir tvo ásamt fimm rétta málsverði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.