Ekkert traust á milli stjórnar og stjórnarandstöðu Höskuldur Kári Schram skrifar 16. júní 2012 19:06 Fullkomin óvissa ríkir á Alþingi um framhald þingstarfa og ekkert er samkomulag í sjónmáli. Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að ekkert traust ríki á milli stjórnar- og stjórnarandstöðu. Samningaviðræður ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu sigldu í strand í gær vegna ágreinings um veiðigjaldafrumvarpið. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og lauk klukkan þrjú. Ekki liggur fyrir hvenær þingfundi verður framhaldið en fjölmörg mál eru enn óafgreidd. Það var fundað víða í alþingishúsinu í dag þar sem menn leituðu leiða til að ná samkomulagi um framhald þingstarfa. Þrátt fyrir þessar þreifingar voru oddvitar stjórnarnadstöðunanr frekar svartsýnir á framhaldið. „Það er hinsvegar eitt sem að er mjög erfitt að eiga við og það er að forystumenn stjórnarflokkanna, þau eru algjörlega ósveigjanleg þegar kemur að samningum," segir Gunnar Bragi Svavarsson, þingflokksformaður framsóknarmanna. Ríkir ekkert traust á milli stjórnar og stjórnarandstöðu akkúrat núna? „Nei." „Þegar menn setja á oddinn mál sem eru illa ígrunduð, illa undirbúin, eru umdeild og fá slæmar umsagnir og eru að setja grunn atvinnugrein í mikla óvissu, já þá er við því að búast að stjórnarandstaðan spyrni við fótum og það höfum við svo sannarlega gert," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Ágreiningurinn liggur í því að stjórnarandstöðuflokkarnir, þessir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, vilja leggja til hliðar frumvarp um stjórn fiskveiða, gjörbreytt og nánast eyðileggja grundvöll frumvarps um veiðigjöld og það munum við ekki láta gerast," segir Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður VG. Hann segir að ríkisstjórnin sé enn með vilja til sátta. „Ég held að það sé vilji til að leysa þessi mál og landa þeim með sómasamlegum hætti. Og við erum að leggja á okkur talsvert til þess," segir Björn Valur. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Fullkomin óvissa ríkir á Alþingi um framhald þingstarfa og ekkert er samkomulag í sjónmáli. Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að ekkert traust ríki á milli stjórnar- og stjórnarandstöðu. Samningaviðræður ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu sigldu í strand í gær vegna ágreinings um veiðigjaldafrumvarpið. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og lauk klukkan þrjú. Ekki liggur fyrir hvenær þingfundi verður framhaldið en fjölmörg mál eru enn óafgreidd. Það var fundað víða í alþingishúsinu í dag þar sem menn leituðu leiða til að ná samkomulagi um framhald þingstarfa. Þrátt fyrir þessar þreifingar voru oddvitar stjórnarnadstöðunanr frekar svartsýnir á framhaldið. „Það er hinsvegar eitt sem að er mjög erfitt að eiga við og það er að forystumenn stjórnarflokkanna, þau eru algjörlega ósveigjanleg þegar kemur að samningum," segir Gunnar Bragi Svavarsson, þingflokksformaður framsóknarmanna. Ríkir ekkert traust á milli stjórnar og stjórnarandstöðu akkúrat núna? „Nei." „Þegar menn setja á oddinn mál sem eru illa ígrunduð, illa undirbúin, eru umdeild og fá slæmar umsagnir og eru að setja grunn atvinnugrein í mikla óvissu, já þá er við því að búast að stjórnarandstaðan spyrni við fótum og það höfum við svo sannarlega gert," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Ágreiningurinn liggur í því að stjórnarandstöðuflokkarnir, þessir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, vilja leggja til hliðar frumvarp um stjórn fiskveiða, gjörbreytt og nánast eyðileggja grundvöll frumvarps um veiðigjöld og það munum við ekki láta gerast," segir Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður VG. Hann segir að ríkisstjórnin sé enn með vilja til sátta. „Ég held að það sé vilji til að leysa þessi mál og landa þeim með sómasamlegum hætti. Og við erum að leggja á okkur talsvert til þess," segir Björn Valur.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira