Björgunarsveitarmaður óttaðist um líf sitt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. janúar 2015 19:40 Björgunarsveitarmenn lentu í lífsháska í hlíðum Esjunnar í gærkvöldi þegar tvö snjóflóð féllu. Þeir voru að bjarga göngumanni úr sjálfheldu og slasaðist einn þeirra á fótum. Hann segist hafa óttast um líf sitt þegar flóð hreif hann með sér allt að áttatíu metra.Það var á sjötta tímanum í gær sem norskur göngumaður hafði samband við Neyðarlínuna og óskaði eftir aðstoð. Hann var sjálfheldu í Esjunni í vonskuveðri. Yfir eitt hundrað björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til leita að manninum. Fljótlega var ljóst að hann væri innst í Blikdal og héldu björgunarsveitarmenn þangað á snjósleðum. Þeirra á meðal þeir Guðmundur Óli Gunnarsson og Gísli Símonarson. Þeir komu snjósleðum sínum upp bratta hlíð og í um fimm hundruð metra fjarlægð frá staðnum þar sem talið var að maðurinn væri. Þaðan héldu þeir fótgangandi. Skömmu síðar féll snjóflóð sem hreif þá með sér tíu til fimmtán metra. Þeir sluppu ómeiddir. „Við þurfum að spyrja okkur ætlum við að halda áfram eða ætlum við að bara bakka út úr þessum aðstæðum. Við áttum tvö hundruð metra eftir í punktinn þar sem við töldum manninn vera, “ segir Guðmundur Óli Gunnarsson björgunarsveitarmaður. Þeir ákváðu því eftir smá umhugsun að halda áfram og fundu þeir manninn á staðnum þar sem talið var að hann væri „Hann var orðinn kaldur og hann sagðist aldrei hafa verið jafn glaður á ævi sinni eins og þegar að hann hitti okkur þarna,“ segir Guðmundur.Þeir fylgdu göngumanninum til félaga sinna og héldu svo aftur að snjósleðum sínum. Þá féll annað snjóflóð sem var mun stærra en það fyrra. „Allt í einu fer bara allt af stað, snjórinn af stað og allt í kringum okkur, við kútveltumst þarna niður einhverja fimmtíu kannski áttatíu metra,“ segir Guðmundur. Hann segir þá báða hafa sloppið nokkuð vel. Sjálfur brákaðist hann á fótum en Gísli slapp ómeiddur. Hann segir það hafa verið skelfilega lífsreynslu að lenda í snjóflóðinu og að hann hafi óttast um líf sitt um tíma. „Sú hugsun hjálpar manni ekki neitt þannig að maður bægði henna frá sér og reyndi að bara hugsa um að reyna einhvern veginn að koma sér lifandi frá þessu,“ segir Guðmundur Óli.Þeir segja mikilvægt að fólk skoði veðurspár áður en haldið er á Esjuna og hugi að útbúnaði. „ Það getur verið glampandi sól og gott veður úti og svo þegar þú ert í tveggja þriggja tíma fjallgöngu þá getur veðrið breyst mjög hratt,“ segir Gísli. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Björgunarsveitarmenn lentu í lífsháska í hlíðum Esjunnar í gærkvöldi þegar tvö snjóflóð féllu. Þeir voru að bjarga göngumanni úr sjálfheldu og slasaðist einn þeirra á fótum. Hann segist hafa óttast um líf sitt þegar flóð hreif hann með sér allt að áttatíu metra.Það var á sjötta tímanum í gær sem norskur göngumaður hafði samband við Neyðarlínuna og óskaði eftir aðstoð. Hann var sjálfheldu í Esjunni í vonskuveðri. Yfir eitt hundrað björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til leita að manninum. Fljótlega var ljóst að hann væri innst í Blikdal og héldu björgunarsveitarmenn þangað á snjósleðum. Þeirra á meðal þeir Guðmundur Óli Gunnarsson og Gísli Símonarson. Þeir komu snjósleðum sínum upp bratta hlíð og í um fimm hundruð metra fjarlægð frá staðnum þar sem talið var að maðurinn væri. Þaðan héldu þeir fótgangandi. Skömmu síðar féll snjóflóð sem hreif þá með sér tíu til fimmtán metra. Þeir sluppu ómeiddir. „Við þurfum að spyrja okkur ætlum við að halda áfram eða ætlum við að bara bakka út úr þessum aðstæðum. Við áttum tvö hundruð metra eftir í punktinn þar sem við töldum manninn vera, “ segir Guðmundur Óli Gunnarsson björgunarsveitarmaður. Þeir ákváðu því eftir smá umhugsun að halda áfram og fundu þeir manninn á staðnum þar sem talið var að hann væri „Hann var orðinn kaldur og hann sagðist aldrei hafa verið jafn glaður á ævi sinni eins og þegar að hann hitti okkur þarna,“ segir Guðmundur.Þeir fylgdu göngumanninum til félaga sinna og héldu svo aftur að snjósleðum sínum. Þá féll annað snjóflóð sem var mun stærra en það fyrra. „Allt í einu fer bara allt af stað, snjórinn af stað og allt í kringum okkur, við kútveltumst þarna niður einhverja fimmtíu kannski áttatíu metra,“ segir Guðmundur. Hann segir þá báða hafa sloppið nokkuð vel. Sjálfur brákaðist hann á fótum en Gísli slapp ómeiddur. Hann segir það hafa verið skelfilega lífsreynslu að lenda í snjóflóðinu og að hann hafi óttast um líf sitt um tíma. „Sú hugsun hjálpar manni ekki neitt þannig að maður bægði henna frá sér og reyndi að bara hugsa um að reyna einhvern veginn að koma sér lifandi frá þessu,“ segir Guðmundur Óli.Þeir segja mikilvægt að fólk skoði veðurspár áður en haldið er á Esjuna og hugi að útbúnaði. „ Það getur verið glampandi sól og gott veður úti og svo þegar þú ert í tveggja þriggja tíma fjallgöngu þá getur veðrið breyst mjög hratt,“ segir Gísli.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira