Björgunarsveitarmaður óttaðist um líf sitt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. janúar 2015 19:40 Björgunarsveitarmenn lentu í lífsháska í hlíðum Esjunnar í gærkvöldi þegar tvö snjóflóð féllu. Þeir voru að bjarga göngumanni úr sjálfheldu og slasaðist einn þeirra á fótum. Hann segist hafa óttast um líf sitt þegar flóð hreif hann með sér allt að áttatíu metra.Það var á sjötta tímanum í gær sem norskur göngumaður hafði samband við Neyðarlínuna og óskaði eftir aðstoð. Hann var sjálfheldu í Esjunni í vonskuveðri. Yfir eitt hundrað björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til leita að manninum. Fljótlega var ljóst að hann væri innst í Blikdal og héldu björgunarsveitarmenn þangað á snjósleðum. Þeirra á meðal þeir Guðmundur Óli Gunnarsson og Gísli Símonarson. Þeir komu snjósleðum sínum upp bratta hlíð og í um fimm hundruð metra fjarlægð frá staðnum þar sem talið var að maðurinn væri. Þaðan héldu þeir fótgangandi. Skömmu síðar féll snjóflóð sem hreif þá með sér tíu til fimmtán metra. Þeir sluppu ómeiddir. „Við þurfum að spyrja okkur ætlum við að halda áfram eða ætlum við að bara bakka út úr þessum aðstæðum. Við áttum tvö hundruð metra eftir í punktinn þar sem við töldum manninn vera, “ segir Guðmundur Óli Gunnarsson björgunarsveitarmaður. Þeir ákváðu því eftir smá umhugsun að halda áfram og fundu þeir manninn á staðnum þar sem talið var að hann væri „Hann var orðinn kaldur og hann sagðist aldrei hafa verið jafn glaður á ævi sinni eins og þegar að hann hitti okkur þarna,“ segir Guðmundur.Þeir fylgdu göngumanninum til félaga sinna og héldu svo aftur að snjósleðum sínum. Þá féll annað snjóflóð sem var mun stærra en það fyrra. „Allt í einu fer bara allt af stað, snjórinn af stað og allt í kringum okkur, við kútveltumst þarna niður einhverja fimmtíu kannski áttatíu metra,“ segir Guðmundur. Hann segir þá báða hafa sloppið nokkuð vel. Sjálfur brákaðist hann á fótum en Gísli slapp ómeiddur. Hann segir það hafa verið skelfilega lífsreynslu að lenda í snjóflóðinu og að hann hafi óttast um líf sitt um tíma. „Sú hugsun hjálpar manni ekki neitt þannig að maður bægði henna frá sér og reyndi að bara hugsa um að reyna einhvern veginn að koma sér lifandi frá þessu,“ segir Guðmundur Óli.Þeir segja mikilvægt að fólk skoði veðurspár áður en haldið er á Esjuna og hugi að útbúnaði. „ Það getur verið glampandi sól og gott veður úti og svo þegar þú ert í tveggja þriggja tíma fjallgöngu þá getur veðrið breyst mjög hratt,“ segir Gísli. Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Björgunarsveitarmenn lentu í lífsháska í hlíðum Esjunnar í gærkvöldi þegar tvö snjóflóð féllu. Þeir voru að bjarga göngumanni úr sjálfheldu og slasaðist einn þeirra á fótum. Hann segist hafa óttast um líf sitt þegar flóð hreif hann með sér allt að áttatíu metra.Það var á sjötta tímanum í gær sem norskur göngumaður hafði samband við Neyðarlínuna og óskaði eftir aðstoð. Hann var sjálfheldu í Esjunni í vonskuveðri. Yfir eitt hundrað björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til leita að manninum. Fljótlega var ljóst að hann væri innst í Blikdal og héldu björgunarsveitarmenn þangað á snjósleðum. Þeirra á meðal þeir Guðmundur Óli Gunnarsson og Gísli Símonarson. Þeir komu snjósleðum sínum upp bratta hlíð og í um fimm hundruð metra fjarlægð frá staðnum þar sem talið var að maðurinn væri. Þaðan héldu þeir fótgangandi. Skömmu síðar féll snjóflóð sem hreif þá með sér tíu til fimmtán metra. Þeir sluppu ómeiddir. „Við þurfum að spyrja okkur ætlum við að halda áfram eða ætlum við að bara bakka út úr þessum aðstæðum. Við áttum tvö hundruð metra eftir í punktinn þar sem við töldum manninn vera, “ segir Guðmundur Óli Gunnarsson björgunarsveitarmaður. Þeir ákváðu því eftir smá umhugsun að halda áfram og fundu þeir manninn á staðnum þar sem talið var að hann væri „Hann var orðinn kaldur og hann sagðist aldrei hafa verið jafn glaður á ævi sinni eins og þegar að hann hitti okkur þarna,“ segir Guðmundur.Þeir fylgdu göngumanninum til félaga sinna og héldu svo aftur að snjósleðum sínum. Þá féll annað snjóflóð sem var mun stærra en það fyrra. „Allt í einu fer bara allt af stað, snjórinn af stað og allt í kringum okkur, við kútveltumst þarna niður einhverja fimmtíu kannski áttatíu metra,“ segir Guðmundur. Hann segir þá báða hafa sloppið nokkuð vel. Sjálfur brákaðist hann á fótum en Gísli slapp ómeiddur. Hann segir það hafa verið skelfilega lífsreynslu að lenda í snjóflóðinu og að hann hafi óttast um líf sitt um tíma. „Sú hugsun hjálpar manni ekki neitt þannig að maður bægði henna frá sér og reyndi að bara hugsa um að reyna einhvern veginn að koma sér lifandi frá þessu,“ segir Guðmundur Óli.Þeir segja mikilvægt að fólk skoði veðurspár áður en haldið er á Esjuna og hugi að útbúnaði. „ Það getur verið glampandi sól og gott veður úti og svo þegar þú ert í tveggja þriggja tíma fjallgöngu þá getur veðrið breyst mjög hratt,“ segir Gísli.
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira