Lífið

Sér eftir ummælum um Arcade Fire

Flaming Lips Wayne Coyne, til vinstri, dauðsér eftir að hafa gagnrýnt Arcade Fire.
Flaming Lips Wayne Coyne, til vinstri, dauðsér eftir að hafa gagnrýnt Arcade Fire.

Flaming Lips-söngvarinn Wayne Coyne hefur beðist afsökunar á niðrandi ummælum sínum um hljómsveitina Arcade Fire. Coyne sagði í viðtali við Rolling Stone fyrr á árinu að meðlimir sveitarinnar væru hrokafullir og færu illa með samstarfsfélaga sína. „Ég er þreyttur á hrokanum í þeim. Við höfum spilað með þeim og þeir koma mjög illa fram við fólk,“ sagði Coyne í viðtalinu.

Win Butler, söngvari Arcade Fire, svaraði þessum ummælum á sínum tíma og sagðist ekki skilja hvert Coyne væri að fara. Meðlimir Arcade Fire hefðu alltaf dáð Flaming Lips og könnuðust ekki við að hafa sýnt þeim óvirðingu.

Nú sér Coyne eftir öllu og segist hafa beðið meðlimi Arcade Fire persónulega afsökunar. „Ég dauðsé eftir þessu. Ég var ekkert endilega að tala um fólkið í Arcade Fire. Ég var að meina gaurana sem sáu um sviðið fyrir þá á nokkrum hátíðum,“ sagði Coyne, hálf skömmustulegur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.