Innlent

Áhöfnin mun ekki sæta landgöngubanni

Birgir Olgeirsson skrifar
Búið er að stafla gámum upp á bryggjunni við Hafnarfjarðarhöfn til að byrgja bæði fjölmiðlum og almenningi sem leggur leið sína á svæðið.
Búið er að stafla gámum upp á bryggjunni við Hafnarfjarðarhöfn til að byrgja bæði fjölmiðlum og almenningi sem leggur leið sína á svæðið. Vísir/Anton Brink
Þrír skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq hafa verið handteknir grunaðir um að búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur aðfaranótt síðastliðins laugardags. Polar Nanoq er væntanlegt til hafnar um klukkan ellefu í kvöld en rúmlega tuttugu eru í áhöfn skipsins.

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sem stjórnar rannsókn á hvarfi Birnu segir að hinir úr áhöfninni sem ekki hafa verið handteknir muni ekki sæta landgöngubanni.

„Þeir hafa bara nákvæmlega sömu réttarstöðu og aðrir sem hafa réttarstöðu vitnis. Við munum taka vitnaskýrslur af þeim þegar þeir koma til landsins,“ segir Grímur.

Polar Nanoq verður kyrrsett við komuna til landsins á meðan lögreglan leitar í skipinu og getur því skipið lagt úr höfn þegar þeirri leit er lokið.

„Þessi aðgerð beinist ekki gegn útgerðinni, skipinu eða áhöfninni sem slíkri heldur voru þrír einstaklingar handteknir.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×