Ástandið á leigumarkaði í Reykjavík grafalvarlegt 6. ágúst 2011 18:45 Ástandið á leigumarkaði í höfuðborginni er orðið svo slæmt að tugir manna berjast um hverja íbúð sem losnar. Þess eru dæmi að fólk leigi íbúðir án þess að sjá þær. Formaður félags leigumiðlara segir ástandið grafalvarlegt og bregðast þurfi við sem fyrst. Hátt í átta hundruð háskólastúdentar bíða nú eftir leiguhúsnæði hjá félagsstofnun stúdenta. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar segir almennan leigumarkað of dýran og framboð af íbúðum fyrir ungt fólk lítið sem ekkert. Svanur Guðmundsson formaður félags leigumiðlara og eigandi leigumiðlunarinnar húsaleiga.is segir ástandið ekki gott. „Vægast sagt fyrir stúdenta sem eru að koma núna í skóla myndi ég segja að mjög erfitt væri að finna húsnæði til leigu hér nálægt háskólanum og það er geysileg eftirspurn eftir húsnæði." Ef litið er á fjölda þinglýstra leigusamninga á öllu landinu síðustu fimm var rúmlega fimm þúsund leigusamningum þinglýst árin 2006 og 2007. Það jókst svo töluvert hrunárið 2008 en þá var rúmlega sjö þúsund og þrjú hundruð samningum þinglýst. Árin 2009 og 2010 hefur fjöldi þinglýstra leigusamninga tvöfaldast frá 2006. Rúmlega tíu þúsund og fimm hundruð samningum var þinglýst 2009 og um tíu þúsund og fjögur hundruð í fyrra. „Eftir að íbúð hefur verið til leigu í fimm klukkutíma á vefnum þá eru fjörutíu til sextíu manns að sækja um hana. Sumir vilja taka þær án þess að vera búnir að sjá þær." segir Svanur. Þessum málum hafi ekkert verið sinnt eftir hrun og hann telur brýnt að brugðist sé við því áður en ástandið versnar enn frekar. „Það þarf að byggja húsnæði í þéttbýlinu nálægt háskólaumhverfinu. Þar hefur ekkert verið byggt undanfarin ár. Uppbygging hefur aðallega verið í úthverfunum og öðrum bæjarfélögum. Það kostar mjög mikið að búa þar vegna fjarlægðarinnar auk þess sem bensínkostnaður er mikill." Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Ástandið á leigumarkaði í höfuðborginni er orðið svo slæmt að tugir manna berjast um hverja íbúð sem losnar. Þess eru dæmi að fólk leigi íbúðir án þess að sjá þær. Formaður félags leigumiðlara segir ástandið grafalvarlegt og bregðast þurfi við sem fyrst. Hátt í átta hundruð háskólastúdentar bíða nú eftir leiguhúsnæði hjá félagsstofnun stúdenta. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar segir almennan leigumarkað of dýran og framboð af íbúðum fyrir ungt fólk lítið sem ekkert. Svanur Guðmundsson formaður félags leigumiðlara og eigandi leigumiðlunarinnar húsaleiga.is segir ástandið ekki gott. „Vægast sagt fyrir stúdenta sem eru að koma núna í skóla myndi ég segja að mjög erfitt væri að finna húsnæði til leigu hér nálægt háskólanum og það er geysileg eftirspurn eftir húsnæði." Ef litið er á fjölda þinglýstra leigusamninga á öllu landinu síðustu fimm var rúmlega fimm þúsund leigusamningum þinglýst árin 2006 og 2007. Það jókst svo töluvert hrunárið 2008 en þá var rúmlega sjö þúsund og þrjú hundruð samningum þinglýst. Árin 2009 og 2010 hefur fjöldi þinglýstra leigusamninga tvöfaldast frá 2006. Rúmlega tíu þúsund og fimm hundruð samningum var þinglýst 2009 og um tíu þúsund og fjögur hundruð í fyrra. „Eftir að íbúð hefur verið til leigu í fimm klukkutíma á vefnum þá eru fjörutíu til sextíu manns að sækja um hana. Sumir vilja taka þær án þess að vera búnir að sjá þær." segir Svanur. Þessum málum hafi ekkert verið sinnt eftir hrun og hann telur brýnt að brugðist sé við því áður en ástandið versnar enn frekar. „Það þarf að byggja húsnæði í þéttbýlinu nálægt háskólaumhverfinu. Þar hefur ekkert verið byggt undanfarin ár. Uppbygging hefur aðallega verið í úthverfunum og öðrum bæjarfélögum. Það kostar mjög mikið að búa þar vegna fjarlægðarinnar auk þess sem bensínkostnaður er mikill."
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira