Vonar að Dagur sendi hreinsunarflokk á staðinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2014 17:45 Breiðhyltingar eru ósáttir við sóðaskapinn. „Ég hef búið í Breiðholtinu síðan 1968 en aldrei séð Móann svona. Mér blöskraði,“ segir Hrönn Jóhannsdóttir íbúí í Vesturbergi í Breiðholti. Hrönn fór í gönguferð í Móunum sem skilja að Bergin í Efra-Breiðholti og Bakkana í Neðra-Breiðholti og brá í brún yfir sóðaskapnum sem mætti henni. „Ég geng þessa leið mjög oft,“ segir Hrönn sem vakti máls á óþrifnaðinum á Fésbókarsíðu Íbúasamtaka um Betra Breiðholt. Viðbrögðin stóðu ekki á sér og Breiðhyltingar greinilega ósáttir með sóðaskap í hverfi sínu. Á meðfylgjandi myndum má sjá draslið sem blasti við Hrönn. Allt frá skápum og hjólkoppum yfir í ógrynni af skóm, tóma tölvukassa, sjónvarp og svefnpoka. „Ég held að þetta sé þýfi, að minnsta kosti þessir tölvukassar og skjárinn. Pottþétt þessir skór líka,“ segir Hrönn og veltir fyrir sér hvort einhver hafi hreiðrað um sig í svefnpokanum. „Það læddist að mér sá grunur.“ Hún vonast til þess að borgaryfirvöld sjái sóma sinn í því að hreinsa Móana. Hafi hún merkt póst inn á Fésbókarsíðunni borgarstjóraefninu Degi B. Eggertssyni í þeim tilgangi. „Vonandi sér hann sóma sinn í því að senda hreinsunarflokk á staðinn.“ Hrönn segir rosalega mikið um rusl og drasl í Breiðholtinu en þó ekki svona. Þetta sé svolítið mikið. Aðspurð hvort henni finnist Breiðholtið stundum verða útundan þegar komi að hreinsunarstörfum og öðru er hún fljót til svars: „Við erum útundan. Það er bara svoleiðis, því miður. Ég þekki það af biturri reynslu enda búið hér síðan ég var tveggja ára gömul.“ Hún segir reglulega fara í gönguferðir í Öskjuhlíð og þar sjái hún stundum drasl. Það sé þó ekki í sama magni og þarna auk þess sem það er vanalega fjarlægt um hæl. Hún vonast til að hið sama gildi um ruslið í Breiðholtinu.Uppfært: Fyrr í kvöld svaraði Dagur B. Eggertsson ummælum Hrannar á síðunni Betra Breiðholt. Þar segir hann starfsfólk á hverfisbækistöðinni í Jafnaseli komið í málið. Í ummælum hans segir einnig að Reykjavíkurborg þurfi að taka sig á í þessum málum eftir niðurskurð síðari ára. Hann þakkar Hrönn ábendinguna og segir hana góða fyrirmynd. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Ég hef búið í Breiðholtinu síðan 1968 en aldrei séð Móann svona. Mér blöskraði,“ segir Hrönn Jóhannsdóttir íbúí í Vesturbergi í Breiðholti. Hrönn fór í gönguferð í Móunum sem skilja að Bergin í Efra-Breiðholti og Bakkana í Neðra-Breiðholti og brá í brún yfir sóðaskapnum sem mætti henni. „Ég geng þessa leið mjög oft,“ segir Hrönn sem vakti máls á óþrifnaðinum á Fésbókarsíðu Íbúasamtaka um Betra Breiðholt. Viðbrögðin stóðu ekki á sér og Breiðhyltingar greinilega ósáttir með sóðaskap í hverfi sínu. Á meðfylgjandi myndum má sjá draslið sem blasti við Hrönn. Allt frá skápum og hjólkoppum yfir í ógrynni af skóm, tóma tölvukassa, sjónvarp og svefnpoka. „Ég held að þetta sé þýfi, að minnsta kosti þessir tölvukassar og skjárinn. Pottþétt þessir skór líka,“ segir Hrönn og veltir fyrir sér hvort einhver hafi hreiðrað um sig í svefnpokanum. „Það læddist að mér sá grunur.“ Hún vonast til þess að borgaryfirvöld sjái sóma sinn í því að hreinsa Móana. Hafi hún merkt póst inn á Fésbókarsíðunni borgarstjóraefninu Degi B. Eggertssyni í þeim tilgangi. „Vonandi sér hann sóma sinn í því að senda hreinsunarflokk á staðinn.“ Hrönn segir rosalega mikið um rusl og drasl í Breiðholtinu en þó ekki svona. Þetta sé svolítið mikið. Aðspurð hvort henni finnist Breiðholtið stundum verða útundan þegar komi að hreinsunarstörfum og öðru er hún fljót til svars: „Við erum útundan. Það er bara svoleiðis, því miður. Ég þekki það af biturri reynslu enda búið hér síðan ég var tveggja ára gömul.“ Hún segir reglulega fara í gönguferðir í Öskjuhlíð og þar sjái hún stundum drasl. Það sé þó ekki í sama magni og þarna auk þess sem það er vanalega fjarlægt um hæl. Hún vonast til að hið sama gildi um ruslið í Breiðholtinu.Uppfært: Fyrr í kvöld svaraði Dagur B. Eggertsson ummælum Hrannar á síðunni Betra Breiðholt. Þar segir hann starfsfólk á hverfisbækistöðinni í Jafnaseli komið í málið. Í ummælum hans segir einnig að Reykjavíkurborg þurfi að taka sig á í þessum málum eftir niðurskurð síðari ára. Hann þakkar Hrönn ábendinguna og segir hana góða fyrirmynd.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira