Vonar að Dagur sendi hreinsunarflokk á staðinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2014 17:45 Breiðhyltingar eru ósáttir við sóðaskapinn. „Ég hef búið í Breiðholtinu síðan 1968 en aldrei séð Móann svona. Mér blöskraði,“ segir Hrönn Jóhannsdóttir íbúí í Vesturbergi í Breiðholti. Hrönn fór í gönguferð í Móunum sem skilja að Bergin í Efra-Breiðholti og Bakkana í Neðra-Breiðholti og brá í brún yfir sóðaskapnum sem mætti henni. „Ég geng þessa leið mjög oft,“ segir Hrönn sem vakti máls á óþrifnaðinum á Fésbókarsíðu Íbúasamtaka um Betra Breiðholt. Viðbrögðin stóðu ekki á sér og Breiðhyltingar greinilega ósáttir með sóðaskap í hverfi sínu. Á meðfylgjandi myndum má sjá draslið sem blasti við Hrönn. Allt frá skápum og hjólkoppum yfir í ógrynni af skóm, tóma tölvukassa, sjónvarp og svefnpoka. „Ég held að þetta sé þýfi, að minnsta kosti þessir tölvukassar og skjárinn. Pottþétt þessir skór líka,“ segir Hrönn og veltir fyrir sér hvort einhver hafi hreiðrað um sig í svefnpokanum. „Það læddist að mér sá grunur.“ Hún vonast til þess að borgaryfirvöld sjái sóma sinn í því að hreinsa Móana. Hafi hún merkt póst inn á Fésbókarsíðunni borgarstjóraefninu Degi B. Eggertssyni í þeim tilgangi. „Vonandi sér hann sóma sinn í því að senda hreinsunarflokk á staðinn.“ Hrönn segir rosalega mikið um rusl og drasl í Breiðholtinu en þó ekki svona. Þetta sé svolítið mikið. Aðspurð hvort henni finnist Breiðholtið stundum verða útundan þegar komi að hreinsunarstörfum og öðru er hún fljót til svars: „Við erum útundan. Það er bara svoleiðis, því miður. Ég þekki það af biturri reynslu enda búið hér síðan ég var tveggja ára gömul.“ Hún segir reglulega fara í gönguferðir í Öskjuhlíð og þar sjái hún stundum drasl. Það sé þó ekki í sama magni og þarna auk þess sem það er vanalega fjarlægt um hæl. Hún vonast til að hið sama gildi um ruslið í Breiðholtinu.Uppfært: Fyrr í kvöld svaraði Dagur B. Eggertsson ummælum Hrannar á síðunni Betra Breiðholt. Þar segir hann starfsfólk á hverfisbækistöðinni í Jafnaseli komið í málið. Í ummælum hans segir einnig að Reykjavíkurborg þurfi að taka sig á í þessum málum eftir niðurskurð síðari ára. Hann þakkar Hrönn ábendinguna og segir hana góða fyrirmynd. Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
„Ég hef búið í Breiðholtinu síðan 1968 en aldrei séð Móann svona. Mér blöskraði,“ segir Hrönn Jóhannsdóttir íbúí í Vesturbergi í Breiðholti. Hrönn fór í gönguferð í Móunum sem skilja að Bergin í Efra-Breiðholti og Bakkana í Neðra-Breiðholti og brá í brún yfir sóðaskapnum sem mætti henni. „Ég geng þessa leið mjög oft,“ segir Hrönn sem vakti máls á óþrifnaðinum á Fésbókarsíðu Íbúasamtaka um Betra Breiðholt. Viðbrögðin stóðu ekki á sér og Breiðhyltingar greinilega ósáttir með sóðaskap í hverfi sínu. Á meðfylgjandi myndum má sjá draslið sem blasti við Hrönn. Allt frá skápum og hjólkoppum yfir í ógrynni af skóm, tóma tölvukassa, sjónvarp og svefnpoka. „Ég held að þetta sé þýfi, að minnsta kosti þessir tölvukassar og skjárinn. Pottþétt þessir skór líka,“ segir Hrönn og veltir fyrir sér hvort einhver hafi hreiðrað um sig í svefnpokanum. „Það læddist að mér sá grunur.“ Hún vonast til þess að borgaryfirvöld sjái sóma sinn í því að hreinsa Móana. Hafi hún merkt póst inn á Fésbókarsíðunni borgarstjóraefninu Degi B. Eggertssyni í þeim tilgangi. „Vonandi sér hann sóma sinn í því að senda hreinsunarflokk á staðinn.“ Hrönn segir rosalega mikið um rusl og drasl í Breiðholtinu en þó ekki svona. Þetta sé svolítið mikið. Aðspurð hvort henni finnist Breiðholtið stundum verða útundan þegar komi að hreinsunarstörfum og öðru er hún fljót til svars: „Við erum útundan. Það er bara svoleiðis, því miður. Ég þekki það af biturri reynslu enda búið hér síðan ég var tveggja ára gömul.“ Hún segir reglulega fara í gönguferðir í Öskjuhlíð og þar sjái hún stundum drasl. Það sé þó ekki í sama magni og þarna auk þess sem það er vanalega fjarlægt um hæl. Hún vonast til að hið sama gildi um ruslið í Breiðholtinu.Uppfært: Fyrr í kvöld svaraði Dagur B. Eggertsson ummælum Hrannar á síðunni Betra Breiðholt. Þar segir hann starfsfólk á hverfisbækistöðinni í Jafnaseli komið í málið. Í ummælum hans segir einnig að Reykjavíkurborg þurfi að taka sig á í þessum málum eftir niðurskurð síðari ára. Hann þakkar Hrönn ábendinguna og segir hana góða fyrirmynd.
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira