Lífið

Hæst launaða súpermódel heims

Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bundchen, 33ja ára, trónir á toppi lista Forbes yfir hæst launuðu ofurfyrirsætur heims, sjöunda árið í röð.

Gisele þénaði 42 milljónir dollara í fyrra, rétt rúma fimm milljarða króna. Gisele hefur makað krókinn á samstarfi sínu við brasilíska skómerkið Grendene. Auk þess er hún með sína eigin snyrtivörulínu, Sejaa, og með samninga við merki á borð við Pantene, Oral-B, Chanel og H&M.

Gisele þarf ekki að hafa áhyggjur af peningum.
Í öðru sæti á listanum er Miranda Kerr, þrítug, sem þénaði 7,2 milljónir dollara, rúmlega 860 milljónir króna. Í því þriðja er Adriana Lima, 32ja ára, en hún státar af launatékka upp á sex milljónir dollara, rúmlega 720 milljónir króna. Þess má geta að allar þessar þrjár fyrirsætur eru mæður.

Miranda er í öðru.
Adriana er í þriðja sæti.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.