Lífið

Baksviðs á Ungfrú Reykjavík - myndir

Eins og meðfylgjandi myndir sýna voru stúlkurnar 23 sem kepptu um titilinn ungfrú Reykjavík á Broadway í gærkvöldi önnum kafnar baksviðs við að hafa sig til fyrir keppnina sem var hin glæsilegasta.

Ungfrú Reykjavík var sýnd í beinni útsendingu á Skjá einum og því mátti ekkert klikka þegar kom að tímasetningu stúlknanna að stíga á sviðið.

Vísir fangaði andrúmsloftið baksviðs sem var rafmagnað af spennu og ánægju eins og myndirnar sýna greinilega.




Tengdar fréttir

Húsfyllir á Broadway í gær - myndir

Húsfyllir var á Ungfrú Reykjavík sem haldin var á Broadway í gærkvöld þegar Magdalena Dubik, 22 ára fiðluleikari, bar sigur úr bítum. Þéttsetinn salurinn fagnaði 23 keppendum ákaft þegar þær sprönguðu um sviðið. Meðfylgjandi má sjá myndir af kátum gestunum.

Pólskur fiðluleikari kosinn Ungfrú Reykjavík - myndir

Magdalena Dubik, 22 ára, var valin Ungfrú Reykjavík á Broadway í gærkvöld. Magdalena hefur stundað fiðluleik í tólf ár og fjarnám við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Hún stefnir á læknisfræði í framtíðinni. Sylvia Dagmar Friðjónsdóttir, 19 ára, varð í 2. sæti og Elísa Guðjónsdóttir 19 ára í 3. sæti. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, 18 ára, sigraði símakosninguna og Hlín Arngrímsdóttir, 18 ára, var kosin vinsælasta stúlkan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.