Bjarni vill stýra Glitni áfram 10. apríl 2007 18:26 Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segist vilja halda áfram að stýra bankanum þrátt fyrir breytt eignarhald á félaginu. Karl Wernerson, sem var meðal þeirra sem seldi sinn hlut, býst við breytingum í stjórn bankans. Viðskiptin með hluti í bankunum eru fjölþætt og tilkynnt var til OMX Nordic Exchange kauphallarinnar í dag um sölu á 16,2% hlut. Nóatúnsfjölskyldan er meðal nýrra hluthafa í Glitni eftir þessar breytingar á eignarhaldi félagsins. Einnig Jötunn, félag tengt Baugi. Endanlega hefur verið gengið frá sölu á hlutum í Glitni fyrir hátt í sjötíu milljarða króna. Milestone, undir forystu Karl Wernerssonar og Einar Sveinsson, formaður bankastjórnar Glitnis og aðilar honum tengdir, hafa selt yfir sextán prósent hluta Glitni. Þessir aðilar hafa verið stærstu hluthafarnir í Glitni fyrir utan FL Group. Þáttur sem er félag tengt Milestone mun áfram eiga 7% í Glitni og skuldbindur sig til að selja ekki hlut sinn til ótengdra aðila í 12 mánuði. Alls hefur verið gengið frá sölu 2,4 milljarða hluta og nemur salan hátt í sjötíu milljörðum króna. Saxbygg kaupir um 5% af þessu hlutafé en áður átti félagið tæp 2% í Glitni. Þeir sem standa að Saxbygg eru meðal annar Nóatúnsfjölskyldan og Byggingarfélag Gylfa og Gunnars. Jötunn kaupir um 2,5% en að því félagi standa meðal annars Baugur, Tom Hunter og Pálmi Haraldsson. Þá er er enn óljóst með hver kaupir um átta prósenta hlut sem eftir stendur en Kaupþing sölutryggir þann hlut. Búast má við að Kaupþing hafi nú þegar kaupanda að hlutunum en verði þeir ekki seldir fyrir 16. apríl kaupir Kaupþing þá. Ljóst er að töluverðar breytingar verða með þessu á eigendahópi fyrirtækisins. Ströng ákvæði gilda um hverjir megi fara með virkan eignarhlut í fjármálafyrirtækjum. Fjármálaeftirlitið er nú að fara yfir söluna. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segist vilja halda áfram að stýra bankanum þrátt fyrir breytt eignarhald á félaginu. Karl Wernerson, sem var meðal þeirra sem seldi sinn hlut, býst við breytingum í stjórn bankans. Viðskiptin með hluti í bankunum eru fjölþætt og tilkynnt var til OMX Nordic Exchange kauphallarinnar í dag um sölu á 16,2% hlut. Nóatúnsfjölskyldan er meðal nýrra hluthafa í Glitni eftir þessar breytingar á eignarhaldi félagsins. Einnig Jötunn, félag tengt Baugi. Endanlega hefur verið gengið frá sölu á hlutum í Glitni fyrir hátt í sjötíu milljarða króna. Milestone, undir forystu Karl Wernerssonar og Einar Sveinsson, formaður bankastjórnar Glitnis og aðilar honum tengdir, hafa selt yfir sextán prósent hluta Glitni. Þessir aðilar hafa verið stærstu hluthafarnir í Glitni fyrir utan FL Group. Þáttur sem er félag tengt Milestone mun áfram eiga 7% í Glitni og skuldbindur sig til að selja ekki hlut sinn til ótengdra aðila í 12 mánuði. Alls hefur verið gengið frá sölu 2,4 milljarða hluta og nemur salan hátt í sjötíu milljörðum króna. Saxbygg kaupir um 5% af þessu hlutafé en áður átti félagið tæp 2% í Glitni. Þeir sem standa að Saxbygg eru meðal annar Nóatúnsfjölskyldan og Byggingarfélag Gylfa og Gunnars. Jötunn kaupir um 2,5% en að því félagi standa meðal annars Baugur, Tom Hunter og Pálmi Haraldsson. Þá er er enn óljóst með hver kaupir um átta prósenta hlut sem eftir stendur en Kaupþing sölutryggir þann hlut. Búast má við að Kaupþing hafi nú þegar kaupanda að hlutunum en verði þeir ekki seldir fyrir 16. apríl kaupir Kaupþing þá. Ljóst er að töluverðar breytingar verða með þessu á eigendahópi fyrirtækisins. Ströng ákvæði gilda um hverjir megi fara með virkan eignarhlut í fjármálafyrirtækjum. Fjármálaeftirlitið er nú að fara yfir söluna.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira