Drogba tryggði Chelsea sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2008 16:50 Didier Drogba fór úr að ofan er hann fagnaði fyrra markinu sínu og uppskar gult fyrir. Hann hafði þó vit á því að halda sér í treyjunni eftir að hann skoraði seinna markið. Nordic Photos / AFP Didier Drogba skoraði tvívegis og tryggði þar með sínum mönnum í Chelsea sigur eftir að liðið lenti undir gegn Arsenal í dag. Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Bacary Sagna kom Arsenal yfir eftir markalausan fyrri hálfleik en hann meiddist skömmu síðar og þurfti að fara af velli. Það var eftir það sem mörk Drogba komu en hann var reyndar nálægt því að skora þrennu í leiknum. Fyrir vikið er Chelsea komið upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar á kostnað Arsenal og er nú fimm stigum á eftir Manchester United. Arsenal er nú sex stigum á eftir United og hefur ekki unnið leik í deildinni síðan 11. febrúar. Nicolas Anelka þurfti að sætta sig við að byrja á bekknum gegn sínu gamla félagi sem hann varð tvöfaldur meistari með árið 1998. Salomon Kalou var í sókninni með þeim Didier Drogba og Joe Cole. Arsenal stillti upp hefðbundnu liði með þá Adebayor og Robin van Persie fremsta. Leikurinn var mjög hraður og spennandi í fyrri hálfleik en besta færi Chelsea fékk Didier Drogba þegar hann fékk sendingu frá John Terry inn fyrir vörn Arsenal. Hann náði hins vegar ekki að ná valdi á boltanum og eftirleikurinn auðveldur fyrir Manuel Almunia, markvörð Arsenal. Ashley Cole var reyndar næstum búinn að skora sjálfsmark skömmu síðar en Carlo Cudicini bjargaði málunum. Á 39. mínútu fékk Arsenal horn sem lauk með því að Gallas fékk boltann á fjarstöng. Hann náði að slæma fæti í boltann en af honum fór hann í stöngina og út. Heimamenn sóttu stíft síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik en allt kom fyrir ekki. Seinni hálfleikur hófst á svipuðum nótum en Arsenal átti fyrsta hálffærið er Cudicini varði frá Flamini. Gestirnir virtust öllu hættulegri en í fyrri hálfleik og þeir uppskáru eftir um stundarfjórðungsleik er Bacary Sagna skallar inn hornspyrnu Cesc Fabregas af afar þröngu færi. Sagna skallaði úr markteigshorninu neðst í markhornið nær. Þetta var fyrsta mark Sagna í enska boltanum enhann þurfti reyndar að fara meiddur af velli aðeins nokkrum mínútum síðar. Didier Drogba hafði ekki látið kveða mikið af sér í leiknum og margir kváðu þegar einn hættulegasti leikmaður Chelsea, Michael Ballack, var tekinn af velli. En Drogba er óneitanlega hættulegur leikmaður og hann skoraði jöfnunarmark Chelsea á 72. mínútu. Varamaðurinn Juliano Belletti átti háa sendingu fram á völlinn þar sem Frank Lampard náði að koma honum á Drogba, reyndar með smá heppni. Drogba var því í kjörstöðu og afgreiddi knöttinn í netið. En Drogba var ekki búinn. Á 81. mínútu kom hár bolti inn á teig, Joe Cole framlengdi hann á Drogba sem sýndi mikla yfirvegun, náði stjórn á boltanum og skoraði af miklu öryggi. Drogba var svo nálægt því að fullkomna þrennuna stuttu síðar en Almunia sá við honum í þetta skiptið. En þar við sat og Chelsea hafði þar með sætaskipti við Arsenal og er nú fimm stigum á eftir Manchester United. Arsenal hefur nú ekki unnið í síðustu fimm leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og aðeins fengið fjögur stig af fimmtán mögulegum í því. Arsenal vann síðast leik í ensku úrvalsdeildinni þann 11. febrúar síðastliðinn er liðið vann Blackburn, 2-0. Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Sjá meira
Didier Drogba skoraði tvívegis og tryggði þar með sínum mönnum í Chelsea sigur eftir að liðið lenti undir gegn Arsenal í dag. Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum. Bacary Sagna kom Arsenal yfir eftir markalausan fyrri hálfleik en hann meiddist skömmu síðar og þurfti að fara af velli. Það var eftir það sem mörk Drogba komu en hann var reyndar nálægt því að skora þrennu í leiknum. Fyrir vikið er Chelsea komið upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar á kostnað Arsenal og er nú fimm stigum á eftir Manchester United. Arsenal er nú sex stigum á eftir United og hefur ekki unnið leik í deildinni síðan 11. febrúar. Nicolas Anelka þurfti að sætta sig við að byrja á bekknum gegn sínu gamla félagi sem hann varð tvöfaldur meistari með árið 1998. Salomon Kalou var í sókninni með þeim Didier Drogba og Joe Cole. Arsenal stillti upp hefðbundnu liði með þá Adebayor og Robin van Persie fremsta. Leikurinn var mjög hraður og spennandi í fyrri hálfleik en besta færi Chelsea fékk Didier Drogba þegar hann fékk sendingu frá John Terry inn fyrir vörn Arsenal. Hann náði hins vegar ekki að ná valdi á boltanum og eftirleikurinn auðveldur fyrir Manuel Almunia, markvörð Arsenal. Ashley Cole var reyndar næstum búinn að skora sjálfsmark skömmu síðar en Carlo Cudicini bjargaði málunum. Á 39. mínútu fékk Arsenal horn sem lauk með því að Gallas fékk boltann á fjarstöng. Hann náði að slæma fæti í boltann en af honum fór hann í stöngina og út. Heimamenn sóttu stíft síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik en allt kom fyrir ekki. Seinni hálfleikur hófst á svipuðum nótum en Arsenal átti fyrsta hálffærið er Cudicini varði frá Flamini. Gestirnir virtust öllu hættulegri en í fyrri hálfleik og þeir uppskáru eftir um stundarfjórðungsleik er Bacary Sagna skallar inn hornspyrnu Cesc Fabregas af afar þröngu færi. Sagna skallaði úr markteigshorninu neðst í markhornið nær. Þetta var fyrsta mark Sagna í enska boltanum enhann þurfti reyndar að fara meiddur af velli aðeins nokkrum mínútum síðar. Didier Drogba hafði ekki látið kveða mikið af sér í leiknum og margir kváðu þegar einn hættulegasti leikmaður Chelsea, Michael Ballack, var tekinn af velli. En Drogba er óneitanlega hættulegur leikmaður og hann skoraði jöfnunarmark Chelsea á 72. mínútu. Varamaðurinn Juliano Belletti átti háa sendingu fram á völlinn þar sem Frank Lampard náði að koma honum á Drogba, reyndar með smá heppni. Drogba var því í kjörstöðu og afgreiddi knöttinn í netið. En Drogba var ekki búinn. Á 81. mínútu kom hár bolti inn á teig, Joe Cole framlengdi hann á Drogba sem sýndi mikla yfirvegun, náði stjórn á boltanum og skoraði af miklu öryggi. Drogba var svo nálægt því að fullkomna þrennuna stuttu síðar en Almunia sá við honum í þetta skiptið. En þar við sat og Chelsea hafði þar með sætaskipti við Arsenal og er nú fimm stigum á eftir Manchester United. Arsenal hefur nú ekki unnið í síðustu fimm leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og aðeins fengið fjögur stig af fimmtán mögulegum í því. Arsenal vann síðast leik í ensku úrvalsdeildinni þann 11. febrúar síðastliðinn er liðið vann Blackburn, 2-0.
Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Sjá meira