Diplómatar eru allt að því ósnertanlegir Jóhannes Stefánsson skrifar 22. ágúst 2013 10:41 Íslenskir sendierindrekar njóta réttinda Vínarsáttmálans erlendis. Mynd/Arndís Þorgeirsdóttir Erlendir sendierindrekar eru nánast ósnertanlegir en þeir og sendiráð þeirra njóta friðhelgi hér á landi samkvæmt ákvæðum Vínarsáttmálans. Sáttmálinn hefur lagagildi hér á landi. Fyrir vikið geta íslensk stjórnvöld ekkert gert nema lýst viðkomandi sendierindreka óviðtökuhæfan gerist hann brotlegur við lög, sé það talið nauðsynlegt. „Það er mjög harkaleg aðgerð og yrði líklegast ekki gert nema ef brotið væri mjög alvarlegt,“ segir Bjarni Már Magnússon, sérfræðingur í þjóðarétti við Háskólann í Reykjavík. „Sendierindrekar eiga að fara að íslenskum lögum samkvæmt Vínarsáttmálanum þó að það séu engin sérstök viðurlög við því að það sé ekki gert. Við getum sagt að þetta séu eins konar „heiðursmannareglur“ en þjóðarétturinn er ólíkur því sem gengur og gerist með landslög að því leyti að hann byggir mikið á gagnkvæmni, þannig að ríki hagar sér í samræmi við það hvernig annað ríki hagar sér við það,“ segir Bjarni. „Í dæmaskyni má nefna sendierindreka sem keyrir yfir löglegum hámarkshraða. Það er ekki hægt að sekta í því tilfelli en kannski myndi lögreglan skamma hann örlítið.“ Aðspurður hvort sendierindreki gæti framið morð hér á landi án þess að vera gert að sæta refsingu segir Bjarni: „Það er alveg möguleiki.“ Hann segir reglurnar vera mjög mikilvægar. „Tilgangurinn með reglunum er að samskipti ríkja séu með sem greiðasta móti,“ segir Bjarni. Reglurnar byggja á langri sögu af samskiptum ríkja. „Bitur reynsla hefur sýnt að dráp á sendierindrekum, handtökur og ýmiss konar ofsóknir hafa skaðleg áhrif á samskipti ríkja. Segja má að reglurnar hafi mótast í veruleika sem er nokkuð fjarri íslenskum hversdagsleika,“ segir Bjarni Már Magnússon. Ekki kvartað yfir veiðiþjófum „Það hefur ekkert komið á okkar borð en við höfum bara heyrt af málinu í fréttum,“ segir Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu, um mál kínversku sendiráðsstarfsmannanna sem voru gripnir við veiðar í Laxá í Kjós í leyfisleysi. Hún segir afar sjaldgæft að ráðuneytinu berist kvartanir vegna sendiráða og minnist þess ekki að neitt alvarlegt hafi komið upp seinustu ár. „Það er ekki útilokað að við höfum fengið einhverjar kvartanir vegna umferðarlagabrota seinustu árin,“ bætir hún við. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Erlendir sendierindrekar eru nánast ósnertanlegir en þeir og sendiráð þeirra njóta friðhelgi hér á landi samkvæmt ákvæðum Vínarsáttmálans. Sáttmálinn hefur lagagildi hér á landi. Fyrir vikið geta íslensk stjórnvöld ekkert gert nema lýst viðkomandi sendierindreka óviðtökuhæfan gerist hann brotlegur við lög, sé það talið nauðsynlegt. „Það er mjög harkaleg aðgerð og yrði líklegast ekki gert nema ef brotið væri mjög alvarlegt,“ segir Bjarni Már Magnússon, sérfræðingur í þjóðarétti við Háskólann í Reykjavík. „Sendierindrekar eiga að fara að íslenskum lögum samkvæmt Vínarsáttmálanum þó að það séu engin sérstök viðurlög við því að það sé ekki gert. Við getum sagt að þetta séu eins konar „heiðursmannareglur“ en þjóðarétturinn er ólíkur því sem gengur og gerist með landslög að því leyti að hann byggir mikið á gagnkvæmni, þannig að ríki hagar sér í samræmi við það hvernig annað ríki hagar sér við það,“ segir Bjarni. „Í dæmaskyni má nefna sendierindreka sem keyrir yfir löglegum hámarkshraða. Það er ekki hægt að sekta í því tilfelli en kannski myndi lögreglan skamma hann örlítið.“ Aðspurður hvort sendierindreki gæti framið morð hér á landi án þess að vera gert að sæta refsingu segir Bjarni: „Það er alveg möguleiki.“ Hann segir reglurnar vera mjög mikilvægar. „Tilgangurinn með reglunum er að samskipti ríkja séu með sem greiðasta móti,“ segir Bjarni. Reglurnar byggja á langri sögu af samskiptum ríkja. „Bitur reynsla hefur sýnt að dráp á sendierindrekum, handtökur og ýmiss konar ofsóknir hafa skaðleg áhrif á samskipti ríkja. Segja má að reglurnar hafi mótast í veruleika sem er nokkuð fjarri íslenskum hversdagsleika,“ segir Bjarni Már Magnússon. Ekki kvartað yfir veiðiþjófum „Það hefur ekkert komið á okkar borð en við höfum bara heyrt af málinu í fréttum,“ segir Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu, um mál kínversku sendiráðsstarfsmannanna sem voru gripnir við veiðar í Laxá í Kjós í leyfisleysi. Hún segir afar sjaldgæft að ráðuneytinu berist kvartanir vegna sendiráða og minnist þess ekki að neitt alvarlegt hafi komið upp seinustu ár. „Það er ekki útilokað að við höfum fengið einhverjar kvartanir vegna umferðarlagabrota seinustu árin,“ bætir hún við.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira