Diplómatar eru allt að því ósnertanlegir Jóhannes Stefánsson skrifar 22. ágúst 2013 10:41 Íslenskir sendierindrekar njóta réttinda Vínarsáttmálans erlendis. Mynd/Arndís Þorgeirsdóttir Erlendir sendierindrekar eru nánast ósnertanlegir en þeir og sendiráð þeirra njóta friðhelgi hér á landi samkvæmt ákvæðum Vínarsáttmálans. Sáttmálinn hefur lagagildi hér á landi. Fyrir vikið geta íslensk stjórnvöld ekkert gert nema lýst viðkomandi sendierindreka óviðtökuhæfan gerist hann brotlegur við lög, sé það talið nauðsynlegt. „Það er mjög harkaleg aðgerð og yrði líklegast ekki gert nema ef brotið væri mjög alvarlegt,“ segir Bjarni Már Magnússon, sérfræðingur í þjóðarétti við Háskólann í Reykjavík. „Sendierindrekar eiga að fara að íslenskum lögum samkvæmt Vínarsáttmálanum þó að það séu engin sérstök viðurlög við því að það sé ekki gert. Við getum sagt að þetta séu eins konar „heiðursmannareglur“ en þjóðarétturinn er ólíkur því sem gengur og gerist með landslög að því leyti að hann byggir mikið á gagnkvæmni, þannig að ríki hagar sér í samræmi við það hvernig annað ríki hagar sér við það,“ segir Bjarni. „Í dæmaskyni má nefna sendierindreka sem keyrir yfir löglegum hámarkshraða. Það er ekki hægt að sekta í því tilfelli en kannski myndi lögreglan skamma hann örlítið.“ Aðspurður hvort sendierindreki gæti framið morð hér á landi án þess að vera gert að sæta refsingu segir Bjarni: „Það er alveg möguleiki.“ Hann segir reglurnar vera mjög mikilvægar. „Tilgangurinn með reglunum er að samskipti ríkja séu með sem greiðasta móti,“ segir Bjarni. Reglurnar byggja á langri sögu af samskiptum ríkja. „Bitur reynsla hefur sýnt að dráp á sendierindrekum, handtökur og ýmiss konar ofsóknir hafa skaðleg áhrif á samskipti ríkja. Segja má að reglurnar hafi mótast í veruleika sem er nokkuð fjarri íslenskum hversdagsleika,“ segir Bjarni Már Magnússon. Ekki kvartað yfir veiðiþjófum „Það hefur ekkert komið á okkar borð en við höfum bara heyrt af málinu í fréttum,“ segir Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu, um mál kínversku sendiráðsstarfsmannanna sem voru gripnir við veiðar í Laxá í Kjós í leyfisleysi. Hún segir afar sjaldgæft að ráðuneytinu berist kvartanir vegna sendiráða og minnist þess ekki að neitt alvarlegt hafi komið upp seinustu ár. „Það er ekki útilokað að við höfum fengið einhverjar kvartanir vegna umferðarlagabrota seinustu árin,“ bætir hún við. Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Sjá meira
Erlendir sendierindrekar eru nánast ósnertanlegir en þeir og sendiráð þeirra njóta friðhelgi hér á landi samkvæmt ákvæðum Vínarsáttmálans. Sáttmálinn hefur lagagildi hér á landi. Fyrir vikið geta íslensk stjórnvöld ekkert gert nema lýst viðkomandi sendierindreka óviðtökuhæfan gerist hann brotlegur við lög, sé það talið nauðsynlegt. „Það er mjög harkaleg aðgerð og yrði líklegast ekki gert nema ef brotið væri mjög alvarlegt,“ segir Bjarni Már Magnússon, sérfræðingur í þjóðarétti við Háskólann í Reykjavík. „Sendierindrekar eiga að fara að íslenskum lögum samkvæmt Vínarsáttmálanum þó að það séu engin sérstök viðurlög við því að það sé ekki gert. Við getum sagt að þetta séu eins konar „heiðursmannareglur“ en þjóðarétturinn er ólíkur því sem gengur og gerist með landslög að því leyti að hann byggir mikið á gagnkvæmni, þannig að ríki hagar sér í samræmi við það hvernig annað ríki hagar sér við það,“ segir Bjarni. „Í dæmaskyni má nefna sendierindreka sem keyrir yfir löglegum hámarkshraða. Það er ekki hægt að sekta í því tilfelli en kannski myndi lögreglan skamma hann örlítið.“ Aðspurður hvort sendierindreki gæti framið morð hér á landi án þess að vera gert að sæta refsingu segir Bjarni: „Það er alveg möguleiki.“ Hann segir reglurnar vera mjög mikilvægar. „Tilgangurinn með reglunum er að samskipti ríkja séu með sem greiðasta móti,“ segir Bjarni. Reglurnar byggja á langri sögu af samskiptum ríkja. „Bitur reynsla hefur sýnt að dráp á sendierindrekum, handtökur og ýmiss konar ofsóknir hafa skaðleg áhrif á samskipti ríkja. Segja má að reglurnar hafi mótast í veruleika sem er nokkuð fjarri íslenskum hversdagsleika,“ segir Bjarni Már Magnússon. Ekki kvartað yfir veiðiþjófum „Það hefur ekkert komið á okkar borð en við höfum bara heyrt af málinu í fréttum,“ segir Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu, um mál kínversku sendiráðsstarfsmannanna sem voru gripnir við veiðar í Laxá í Kjós í leyfisleysi. Hún segir afar sjaldgæft að ráðuneytinu berist kvartanir vegna sendiráða og minnist þess ekki að neitt alvarlegt hafi komið upp seinustu ár. „Það er ekki útilokað að við höfum fengið einhverjar kvartanir vegna umferðarlagabrota seinustu árin,“ bætir hún við.
Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Sjá meira