Diplómatar eru allt að því ósnertanlegir Jóhannes Stefánsson skrifar 22. ágúst 2013 10:41 Íslenskir sendierindrekar njóta réttinda Vínarsáttmálans erlendis. Mynd/Arndís Þorgeirsdóttir Erlendir sendierindrekar eru nánast ósnertanlegir en þeir og sendiráð þeirra njóta friðhelgi hér á landi samkvæmt ákvæðum Vínarsáttmálans. Sáttmálinn hefur lagagildi hér á landi. Fyrir vikið geta íslensk stjórnvöld ekkert gert nema lýst viðkomandi sendierindreka óviðtökuhæfan gerist hann brotlegur við lög, sé það talið nauðsynlegt. „Það er mjög harkaleg aðgerð og yrði líklegast ekki gert nema ef brotið væri mjög alvarlegt,“ segir Bjarni Már Magnússon, sérfræðingur í þjóðarétti við Háskólann í Reykjavík. „Sendierindrekar eiga að fara að íslenskum lögum samkvæmt Vínarsáttmálanum þó að það séu engin sérstök viðurlög við því að það sé ekki gert. Við getum sagt að þetta séu eins konar „heiðursmannareglur“ en þjóðarétturinn er ólíkur því sem gengur og gerist með landslög að því leyti að hann byggir mikið á gagnkvæmni, þannig að ríki hagar sér í samræmi við það hvernig annað ríki hagar sér við það,“ segir Bjarni. „Í dæmaskyni má nefna sendierindreka sem keyrir yfir löglegum hámarkshraða. Það er ekki hægt að sekta í því tilfelli en kannski myndi lögreglan skamma hann örlítið.“ Aðspurður hvort sendierindreki gæti framið morð hér á landi án þess að vera gert að sæta refsingu segir Bjarni: „Það er alveg möguleiki.“ Hann segir reglurnar vera mjög mikilvægar. „Tilgangurinn með reglunum er að samskipti ríkja séu með sem greiðasta móti,“ segir Bjarni. Reglurnar byggja á langri sögu af samskiptum ríkja. „Bitur reynsla hefur sýnt að dráp á sendierindrekum, handtökur og ýmiss konar ofsóknir hafa skaðleg áhrif á samskipti ríkja. Segja má að reglurnar hafi mótast í veruleika sem er nokkuð fjarri íslenskum hversdagsleika,“ segir Bjarni Már Magnússon. Ekki kvartað yfir veiðiþjófum „Það hefur ekkert komið á okkar borð en við höfum bara heyrt af málinu í fréttum,“ segir Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu, um mál kínversku sendiráðsstarfsmannanna sem voru gripnir við veiðar í Laxá í Kjós í leyfisleysi. Hún segir afar sjaldgæft að ráðuneytinu berist kvartanir vegna sendiráða og minnist þess ekki að neitt alvarlegt hafi komið upp seinustu ár. „Það er ekki útilokað að við höfum fengið einhverjar kvartanir vegna umferðarlagabrota seinustu árin,“ bætir hún við. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Erlendir sendierindrekar eru nánast ósnertanlegir en þeir og sendiráð þeirra njóta friðhelgi hér á landi samkvæmt ákvæðum Vínarsáttmálans. Sáttmálinn hefur lagagildi hér á landi. Fyrir vikið geta íslensk stjórnvöld ekkert gert nema lýst viðkomandi sendierindreka óviðtökuhæfan gerist hann brotlegur við lög, sé það talið nauðsynlegt. „Það er mjög harkaleg aðgerð og yrði líklegast ekki gert nema ef brotið væri mjög alvarlegt,“ segir Bjarni Már Magnússon, sérfræðingur í þjóðarétti við Háskólann í Reykjavík. „Sendierindrekar eiga að fara að íslenskum lögum samkvæmt Vínarsáttmálanum þó að það séu engin sérstök viðurlög við því að það sé ekki gert. Við getum sagt að þetta séu eins konar „heiðursmannareglur“ en þjóðarétturinn er ólíkur því sem gengur og gerist með landslög að því leyti að hann byggir mikið á gagnkvæmni, þannig að ríki hagar sér í samræmi við það hvernig annað ríki hagar sér við það,“ segir Bjarni. „Í dæmaskyni má nefna sendierindreka sem keyrir yfir löglegum hámarkshraða. Það er ekki hægt að sekta í því tilfelli en kannski myndi lögreglan skamma hann örlítið.“ Aðspurður hvort sendierindreki gæti framið morð hér á landi án þess að vera gert að sæta refsingu segir Bjarni: „Það er alveg möguleiki.“ Hann segir reglurnar vera mjög mikilvægar. „Tilgangurinn með reglunum er að samskipti ríkja séu með sem greiðasta móti,“ segir Bjarni. Reglurnar byggja á langri sögu af samskiptum ríkja. „Bitur reynsla hefur sýnt að dráp á sendierindrekum, handtökur og ýmiss konar ofsóknir hafa skaðleg áhrif á samskipti ríkja. Segja má að reglurnar hafi mótast í veruleika sem er nokkuð fjarri íslenskum hversdagsleika,“ segir Bjarni Már Magnússon. Ekki kvartað yfir veiðiþjófum „Það hefur ekkert komið á okkar borð en við höfum bara heyrt af málinu í fréttum,“ segir Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi hjá utanríkisráðuneytinu, um mál kínversku sendiráðsstarfsmannanna sem voru gripnir við veiðar í Laxá í Kjós í leyfisleysi. Hún segir afar sjaldgæft að ráðuneytinu berist kvartanir vegna sendiráða og minnist þess ekki að neitt alvarlegt hafi komið upp seinustu ár. „Það er ekki útilokað að við höfum fengið einhverjar kvartanir vegna umferðarlagabrota seinustu árin,“ bætir hún við.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira