Skyndilausnir virka sjaldnast Ellý Ármanns skrifar 22. ágúst 2013 13:30 Guðmundur Hafþórsson íþróttafræðingur og einkaþjálfari undirbýr námskeið sem ber yfirskriftina Lífstílssprengja en það er námskeið fyrir fólk sem hefur áhuga á því að skipta yfir í hollari og heilbrigðari lífsstíl. „Þetta er fjölbreytt og skemmtilegt námskeið þar sem fólk öðlast skilning á því hvað öll þessi aukahreyfing skiptir máli ásamt því hvað það er auðvelt að hreyfa sig," segir Guðmundur.Fjallgöngur og fleira „Rösk ganga, létt skokk, stuttir sprettir, líkamsæfingar. Eins munum við þegar líður á námskeiðið fara í fjallgöngu. Markmiðið er að fara á Esjuna einusinni eða tvisvar. Á föstudögum munum við svo vera í speglasal í Ásgarði þar sem við munum vinna með líkamsæfingar, armbeygjur, hnébeygjur kviðæfingar og þessháttar. Fólk fær að kynnast hinum ýmsu æfingum sem það getur hreinlega gert heima hjá sér," segir Guðmundur og bætir við: „Við munum vera þrisvar í viku á æfingum, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga Unnið verði í tækjasal, verðum úti, spegla sal og einstaka sinnum skellum við okkur í laugina í Ásgarði."Þátttakendur frá skrefamæli „Allir sem skrá sig á námskeiðið fá í hendurnar skrefamæli. Hér kemur aðal kúnstin. Fólkið fær verkefni fyrir hverja viku. Þegar við byrjum fá þau ákveðið magn af skrefum sem ég ætlast til að þau gangi á degi hverjum frá því að þau vakna þar til að þau fara að sofa. Þetta á að skrá niður gaumgæfilega og förum við reglulega yfir það. Nú þarf fólk virkilega að fara að spá í því að taka stigana frekar en lyftur, leggja bílnum aðeins lengra frá vinnunni en áður, fara úr strætó jafnvel einni stoppistöð fyrr," útskýrir Guðmundur.Fylgist vel með mataræðinu „Það er ýmislegt sem það getur gert til þess að auka hreyfingu dagsins. Ég mun fylgjast vel með mataræðinu, rétt eins og með skrefin þá tökum við þetta eitt skref í einu, breytum hlutunum í rólegheitum en ekki í einhverju offorsi."Skorar á fólk að mæta „Skyndilausnir virka sjaldnast og því er erfitt að byrja að hreyfa sig, umturna mataræðinu og breyta öllum lífstílnum á einni viku, fólk gefst auðveldlega upp þannig. Ég ætla að bjóða upp á opinn fund í Ásgarði Sunnudaginn 25.ágúst klukkan 12. Þar mun ég fara yfir námskeiðið, hvað það er sem við munum gera, hvað ég legg upp með og hvað fólk getur séð fyrir sér gerast. Ég skora á alla til að mæta sem hafa áhuga og vilja til að sprengja upp gamla lífstílinn og byrja á nýjum, hollum og heilbrigðum lífsstíl," segir Guðmundur.Vatnsdrykkja er mikilvæg.Við fengum nokkur einföld og góð heilsuráð hjá Guðmundi:Drekktu vatn fyrir hverja máltíðDrekktu eitt vatnsglas fyrir hverja máltíð. Með því að drekka þá fyllir þú magann af vökva og því meiri líkur á því að þú borðir bara nægju þína. Fáðu þér ávöxt fyrir máltíð Bættu hollustuvöru við hverja máltíð. Ef þú færð þér alltaf tvisvar á diskinn á hverju kvöldi prófaðu þá að fá þér einn ávöxt fyrir máltíðina. Þannig verður örlítið minna pláss fyrir „óhollari” matinn og þar að auki er ávöxtur hollara val.Litlar máltíðir Borðaðu litlar máltíðir í gegnum daginn. Það gerist allt of oft að við gleymum að borða og borðum við því allt of mikið þegar við erum orðin of svöng. Ofát veldur miklu meiri söfnun af fitu en að halda líkamanum stöðugt á tánum við að brenna því sem kemur inn.Hreyfðu þig Hreyfðu þig meira í gegnum daginn en þú ert vön/vanur. Allar litlu hreyfingarnar skipta máli. Það eitt að standa meira í gegnum daginn getur skipt höfuð máli.http://www.meistarathjalfun.com - heimasíða Guðmundar - upplýsingar um námskeiðið. Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Guðmundur Hafþórsson íþróttafræðingur og einkaþjálfari undirbýr námskeið sem ber yfirskriftina Lífstílssprengja en það er námskeið fyrir fólk sem hefur áhuga á því að skipta yfir í hollari og heilbrigðari lífsstíl. „Þetta er fjölbreytt og skemmtilegt námskeið þar sem fólk öðlast skilning á því hvað öll þessi aukahreyfing skiptir máli ásamt því hvað það er auðvelt að hreyfa sig," segir Guðmundur.Fjallgöngur og fleira „Rösk ganga, létt skokk, stuttir sprettir, líkamsæfingar. Eins munum við þegar líður á námskeiðið fara í fjallgöngu. Markmiðið er að fara á Esjuna einusinni eða tvisvar. Á föstudögum munum við svo vera í speglasal í Ásgarði þar sem við munum vinna með líkamsæfingar, armbeygjur, hnébeygjur kviðæfingar og þessháttar. Fólk fær að kynnast hinum ýmsu æfingum sem það getur hreinlega gert heima hjá sér," segir Guðmundur og bætir við: „Við munum vera þrisvar í viku á æfingum, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga Unnið verði í tækjasal, verðum úti, spegla sal og einstaka sinnum skellum við okkur í laugina í Ásgarði."Þátttakendur frá skrefamæli „Allir sem skrá sig á námskeiðið fá í hendurnar skrefamæli. Hér kemur aðal kúnstin. Fólkið fær verkefni fyrir hverja viku. Þegar við byrjum fá þau ákveðið magn af skrefum sem ég ætlast til að þau gangi á degi hverjum frá því að þau vakna þar til að þau fara að sofa. Þetta á að skrá niður gaumgæfilega og förum við reglulega yfir það. Nú þarf fólk virkilega að fara að spá í því að taka stigana frekar en lyftur, leggja bílnum aðeins lengra frá vinnunni en áður, fara úr strætó jafnvel einni stoppistöð fyrr," útskýrir Guðmundur.Fylgist vel með mataræðinu „Það er ýmislegt sem það getur gert til þess að auka hreyfingu dagsins. Ég mun fylgjast vel með mataræðinu, rétt eins og með skrefin þá tökum við þetta eitt skref í einu, breytum hlutunum í rólegheitum en ekki í einhverju offorsi."Skorar á fólk að mæta „Skyndilausnir virka sjaldnast og því er erfitt að byrja að hreyfa sig, umturna mataræðinu og breyta öllum lífstílnum á einni viku, fólk gefst auðveldlega upp þannig. Ég ætla að bjóða upp á opinn fund í Ásgarði Sunnudaginn 25.ágúst klukkan 12. Þar mun ég fara yfir námskeiðið, hvað það er sem við munum gera, hvað ég legg upp með og hvað fólk getur séð fyrir sér gerast. Ég skora á alla til að mæta sem hafa áhuga og vilja til að sprengja upp gamla lífstílinn og byrja á nýjum, hollum og heilbrigðum lífsstíl," segir Guðmundur.Vatnsdrykkja er mikilvæg.Við fengum nokkur einföld og góð heilsuráð hjá Guðmundi:Drekktu vatn fyrir hverja máltíðDrekktu eitt vatnsglas fyrir hverja máltíð. Með því að drekka þá fyllir þú magann af vökva og því meiri líkur á því að þú borðir bara nægju þína. Fáðu þér ávöxt fyrir máltíð Bættu hollustuvöru við hverja máltíð. Ef þú færð þér alltaf tvisvar á diskinn á hverju kvöldi prófaðu þá að fá þér einn ávöxt fyrir máltíðina. Þannig verður örlítið minna pláss fyrir „óhollari” matinn og þar að auki er ávöxtur hollara val.Litlar máltíðir Borðaðu litlar máltíðir í gegnum daginn. Það gerist allt of oft að við gleymum að borða og borðum við því allt of mikið þegar við erum orðin of svöng. Ofát veldur miklu meiri söfnun af fitu en að halda líkamanum stöðugt á tánum við að brenna því sem kemur inn.Hreyfðu þig Hreyfðu þig meira í gegnum daginn en þú ert vön/vanur. Allar litlu hreyfingarnar skipta máli. Það eitt að standa meira í gegnum daginn getur skipt höfuð máli.http://www.meistarathjalfun.com - heimasíða Guðmundar - upplýsingar um námskeiðið.
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira