Lífið

Elaine Paige vill syngja með piparjúnkunni

Susan Boyle er að upplifa drauminn sinn.
Susan Boyle er að upplifa drauminn sinn.

Söngfuglinn Susan Boyle mun fá draum sinn uppfylltan en söngkonan ElaniePaige hefur boðið henni að syngja með henni dúett hafi hún áhuga.

Frægt er orðið þegar piparjúnkan Susan steig á svið í Britains got talent og söng sig inn í hug og hjörtu heimsbyggðarinnar. Þar sagði hún dómurunum frá því að hún vildi vera eins farsæl og átrúnaðargoð sitt, Elaine Paige.

Sú skvísa er helst þekkt fyrir að hafa sungið aðalhlutverkið í upprunalegu færlsunni á West End árið 1978.

Núna hefur Elaine látið þau boð berast að hana langi að syngja með hinni sérstæðu Susan. Í viðtali á The Sun segir Elaine: „Alveg síðan Susan kom fram í þættinum hefur pósthólfið mitt verið fullt. Svo virðist sem framkoma hennar hafi sigrað hjörtu allra, þar á meðal mitt. Svo virðist sem ég eigi samkeppni!"

Að lokum bætir Elaine við: „Kannski ættum við að syngja eitt lag saman."

Öskubuskuævintýri Susan ætlar því að verða ansi magnað en hún var einmanna einstæð kona fyrir stuttu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.