Sigurvegari söngkeppni ætlar í þyrluflug 19. apríl 2009 13:05 Kristín Þóra Jóhannsdóttir er kominn í hóp fremstu söngvara Íslands. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt," lýsir Kristín Þóra Jóhannsdóttir, nýkrýndur sigurvegari Söngkeppni Framhaldsskólanna, sigurtilfinningunni að sigra keppnina. Kristín Þóra er nemi í fjölbrautaskólanum á Vesturlandi og segist sjálf vera skagamaður í húð og hár. Hún sigraði keppnina með laginu Angel eftir breska poppstirnið Robbie Williams. Lagið var flutt í útgáfu Jessicu Simpsons. Textinn var á íslensku en það var leikarinn Ólafur SK Þorvaldz sem snaraði textanum yfir á íslensku. „Ég stressaði mig ekkert á þessu," segir Kristín spurð hvort hún hafi ekki verið stressuð yfir að flytja lagið fyrir alþjóð og bætir við: „Ég var bara ekki að fatta að það væru þúsundir heima hjá sér að horfa á þetta." Kristín lýsir upplifuninni sem sjúklega skemmtilegri. Spurð hvort flutningurinn hafi gengið snurðulaust fyrir sig svara hún því til að það hafi verið smá hnökrar í byrjun, svo hafi allt gengið bráðvel. „Það var sjúkleg samkeppni," segir Kristín spurð hvort hún hafi búist við að vinna keppnina. Hún segir að sigurinn hafi komið henni gríðarlega á óvart: „Ég var eiginlega efins um að vinna keppnina." Kristín hefur sönghæfileika frá náttúrunar hendi, hún segist aldrei hafa farið í söngtíma og því viti hún í sjálfu sér ekkert hvað hún er að gera, eins og hún orðar það sjálf. Spurð hvort hún hafi sungið mikið opinberlega segist hún hafa fengið tækifæri til þess að syngja í söngleik á vegum skólans. „Annars rek ég bara alla að heima, loka öllum gluggum og hurðum, svo syng ég hástöfum," segir þessi upprenandi söngkona sem nú er kominn í hóp með listamönnum eins og Páli óskari Hjálmtýssyni, Emilíönu Torrini og fleirum. Spur hvað taki nú við, þá segist hún vera á leiðinni frá Akureyri til Akraness. „Ég held að það verði einhver sigurmóttaka þegar ég kem heim," segir hún og bendir á að sigurinn sé líka bæjarins. Vísir óskar Kristínu til hamingju með sigurinn og óskar henni velfarnaðar. Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira
„Þetta var ótrúlega skemmtilegt," lýsir Kristín Þóra Jóhannsdóttir, nýkrýndur sigurvegari Söngkeppni Framhaldsskólanna, sigurtilfinningunni að sigra keppnina. Kristín Þóra er nemi í fjölbrautaskólanum á Vesturlandi og segist sjálf vera skagamaður í húð og hár. Hún sigraði keppnina með laginu Angel eftir breska poppstirnið Robbie Williams. Lagið var flutt í útgáfu Jessicu Simpsons. Textinn var á íslensku en það var leikarinn Ólafur SK Þorvaldz sem snaraði textanum yfir á íslensku. „Ég stressaði mig ekkert á þessu," segir Kristín spurð hvort hún hafi ekki verið stressuð yfir að flytja lagið fyrir alþjóð og bætir við: „Ég var bara ekki að fatta að það væru þúsundir heima hjá sér að horfa á þetta." Kristín lýsir upplifuninni sem sjúklega skemmtilegri. Spurð hvort flutningurinn hafi gengið snurðulaust fyrir sig svara hún því til að það hafi verið smá hnökrar í byrjun, svo hafi allt gengið bráðvel. „Það var sjúkleg samkeppni," segir Kristín spurð hvort hún hafi búist við að vinna keppnina. Hún segir að sigurinn hafi komið henni gríðarlega á óvart: „Ég var eiginlega efins um að vinna keppnina." Kristín hefur sönghæfileika frá náttúrunar hendi, hún segist aldrei hafa farið í söngtíma og því viti hún í sjálfu sér ekkert hvað hún er að gera, eins og hún orðar það sjálf. Spurð hvort hún hafi sungið mikið opinberlega segist hún hafa fengið tækifæri til þess að syngja í söngleik á vegum skólans. „Annars rek ég bara alla að heima, loka öllum gluggum og hurðum, svo syng ég hástöfum," segir þessi upprenandi söngkona sem nú er kominn í hóp með listamönnum eins og Páli óskari Hjálmtýssyni, Emilíönu Torrini og fleirum. Spur hvað taki nú við, þá segist hún vera á leiðinni frá Akureyri til Akraness. „Ég held að það verði einhver sigurmóttaka þegar ég kem heim," segir hún og bendir á að sigurinn sé líka bæjarins. Vísir óskar Kristínu til hamingju með sigurinn og óskar henni velfarnaðar.
Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira