Sigurvegari söngkeppni ætlar í þyrluflug 19. apríl 2009 13:05 Kristín Þóra Jóhannsdóttir er kominn í hóp fremstu söngvara Íslands. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt," lýsir Kristín Þóra Jóhannsdóttir, nýkrýndur sigurvegari Söngkeppni Framhaldsskólanna, sigurtilfinningunni að sigra keppnina. Kristín Þóra er nemi í fjölbrautaskólanum á Vesturlandi og segist sjálf vera skagamaður í húð og hár. Hún sigraði keppnina með laginu Angel eftir breska poppstirnið Robbie Williams. Lagið var flutt í útgáfu Jessicu Simpsons. Textinn var á íslensku en það var leikarinn Ólafur SK Þorvaldz sem snaraði textanum yfir á íslensku. „Ég stressaði mig ekkert á þessu," segir Kristín spurð hvort hún hafi ekki verið stressuð yfir að flytja lagið fyrir alþjóð og bætir við: „Ég var bara ekki að fatta að það væru þúsundir heima hjá sér að horfa á þetta." Kristín lýsir upplifuninni sem sjúklega skemmtilegri. Spurð hvort flutningurinn hafi gengið snurðulaust fyrir sig svara hún því til að það hafi verið smá hnökrar í byrjun, svo hafi allt gengið bráðvel. „Það var sjúkleg samkeppni," segir Kristín spurð hvort hún hafi búist við að vinna keppnina. Hún segir að sigurinn hafi komið henni gríðarlega á óvart: „Ég var eiginlega efins um að vinna keppnina." Kristín hefur sönghæfileika frá náttúrunar hendi, hún segist aldrei hafa farið í söngtíma og því viti hún í sjálfu sér ekkert hvað hún er að gera, eins og hún orðar það sjálf. Spurð hvort hún hafi sungið mikið opinberlega segist hún hafa fengið tækifæri til þess að syngja í söngleik á vegum skólans. „Annars rek ég bara alla að heima, loka öllum gluggum og hurðum, svo syng ég hástöfum," segir þessi upprenandi söngkona sem nú er kominn í hóp með listamönnum eins og Páli óskari Hjálmtýssyni, Emilíönu Torrini og fleirum. Spur hvað taki nú við, þá segist hún vera á leiðinni frá Akureyri til Akraness. „Ég held að það verði einhver sigurmóttaka þegar ég kem heim," segir hún og bendir á að sigurinn sé líka bæjarins. Vísir óskar Kristínu til hamingju með sigurinn og óskar henni velfarnaðar. Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Sjá meira
„Þetta var ótrúlega skemmtilegt," lýsir Kristín Þóra Jóhannsdóttir, nýkrýndur sigurvegari Söngkeppni Framhaldsskólanna, sigurtilfinningunni að sigra keppnina. Kristín Þóra er nemi í fjölbrautaskólanum á Vesturlandi og segist sjálf vera skagamaður í húð og hár. Hún sigraði keppnina með laginu Angel eftir breska poppstirnið Robbie Williams. Lagið var flutt í útgáfu Jessicu Simpsons. Textinn var á íslensku en það var leikarinn Ólafur SK Þorvaldz sem snaraði textanum yfir á íslensku. „Ég stressaði mig ekkert á þessu," segir Kristín spurð hvort hún hafi ekki verið stressuð yfir að flytja lagið fyrir alþjóð og bætir við: „Ég var bara ekki að fatta að það væru þúsundir heima hjá sér að horfa á þetta." Kristín lýsir upplifuninni sem sjúklega skemmtilegri. Spurð hvort flutningurinn hafi gengið snurðulaust fyrir sig svara hún því til að það hafi verið smá hnökrar í byrjun, svo hafi allt gengið bráðvel. „Það var sjúkleg samkeppni," segir Kristín spurð hvort hún hafi búist við að vinna keppnina. Hún segir að sigurinn hafi komið henni gríðarlega á óvart: „Ég var eiginlega efins um að vinna keppnina." Kristín hefur sönghæfileika frá náttúrunar hendi, hún segist aldrei hafa farið í söngtíma og því viti hún í sjálfu sér ekkert hvað hún er að gera, eins og hún orðar það sjálf. Spurð hvort hún hafi sungið mikið opinberlega segist hún hafa fengið tækifæri til þess að syngja í söngleik á vegum skólans. „Annars rek ég bara alla að heima, loka öllum gluggum og hurðum, svo syng ég hástöfum," segir þessi upprenandi söngkona sem nú er kominn í hóp með listamönnum eins og Páli óskari Hjálmtýssyni, Emilíönu Torrini og fleirum. Spur hvað taki nú við, þá segist hún vera á leiðinni frá Akureyri til Akraness. „Ég held að það verði einhver sigurmóttaka þegar ég kem heim," segir hún og bendir á að sigurinn sé líka bæjarins. Vísir óskar Kristínu til hamingju með sigurinn og óskar henni velfarnaðar.
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Sjá meira