Börnin stimpluð sem lyfjafíklar 7. maí 2005 00:01 Þingmenn fá ákúrur frá foreldri barns sem gefið er rítalín vegna hegðunarvanda. Faðir stúlku, sem átt hefur við mikla ofvirkni að stríða frá sjö ára aldri, segir umræður um lyfjanotkun barna í þingsölum stimpla fólk í hans stöðu og börn þeirra sem lyfjafíkla og sníkjudýr í þjóðfélaginu. Þingmenn voru slegnir á Alþingi í gær vegna upplýsinga um heimsmet íslenskra barna í notkun rítalíns sem gefið er við hegðunarröskun. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði hvort ekki væri hægt að leita annarra leiða en að setja þjóðina nánast alla á geðdeyfðarlyf og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði meðal annars að foreldrar og kennarar barna með hegðunar- og geðraskanir hafi haft samband við sig og undrast hversu lítið þyrfti til að börn væru sett á sterk geðlyf. En fleiri hafa sett sig í samband við þingmenn vegna þessa, líkt og faðir ofvirkrar stúlku sem stríðir auk þess við lesblindu og athyglisbrest. Í bréfi til þingmanna varar hann við að umræðan stimpli alla foreldra sem eru með börn á slíkum lyfjum sem tóma aumingja sem nenni ekki að ala upp börnin sín. Hann segir að umræður þingmanna hafi verið óvarlega fram settar og af hugsunarleysi, án tillits til notenda þessara efna. Bendir hann á að þessi börn horfi á sjónvarp og hlusti á útvarp. Umræðan eins og hún hafi verið stimpli alla foreldra og börn þeirra sem lyfjafíkla og sníkjudýr. Þá ítrekar hann að lyfjagjöf til barna sé flestum foreldrum, ef ekki öllum, neyðarúrræði. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira
Þingmenn fá ákúrur frá foreldri barns sem gefið er rítalín vegna hegðunarvanda. Faðir stúlku, sem átt hefur við mikla ofvirkni að stríða frá sjö ára aldri, segir umræður um lyfjanotkun barna í þingsölum stimpla fólk í hans stöðu og börn þeirra sem lyfjafíkla og sníkjudýr í þjóðfélaginu. Þingmenn voru slegnir á Alþingi í gær vegna upplýsinga um heimsmet íslenskra barna í notkun rítalíns sem gefið er við hegðunarröskun. Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði hvort ekki væri hægt að leita annarra leiða en að setja þjóðina nánast alla á geðdeyfðarlyf og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði meðal annars að foreldrar og kennarar barna með hegðunar- og geðraskanir hafi haft samband við sig og undrast hversu lítið þyrfti til að börn væru sett á sterk geðlyf. En fleiri hafa sett sig í samband við þingmenn vegna þessa, líkt og faðir ofvirkrar stúlku sem stríðir auk þess við lesblindu og athyglisbrest. Í bréfi til þingmanna varar hann við að umræðan stimpli alla foreldra sem eru með börn á slíkum lyfjum sem tóma aumingja sem nenni ekki að ala upp börnin sín. Hann segir að umræður þingmanna hafi verið óvarlega fram settar og af hugsunarleysi, án tillits til notenda þessara efna. Bendir hann á að þessi börn horfi á sjónvarp og hlusti á útvarp. Umræðan eins og hún hafi verið stimpli alla foreldra og börn þeirra sem lyfjafíkla og sníkjudýr. Þá ítrekar hann að lyfjagjöf til barna sé flestum foreldrum, ef ekki öllum, neyðarúrræði.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira