Innlent

Kvartaði undan kviðverkjum

Spænskur sjómaður var fluttur með TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, um tíuleytið í gærmorgun eftir að hann hafði kvartað sáran undan kviðverkjum. Maðurinn, sem er 23 ára, var á veiðum á spænskum togara úti við tveggja mílna landhelgislínuna suðvestur af Reykjanesi þegar atvikið átti sér stað. Fokker-flugvél fylgdi þyrlunni að Landspítalanum við Hringbraut þar sem maðurinn gekkst undir rannsókn. Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild var maðurinn með botnlangabólgu og líðan hans eftir atvikum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×