Innlent

Björgunarsveit aftur kölluð út upp á Þröskulda

Björgunarsveit frá Hólmavík var kölluð út í gærkvöldi til að fara upp á Þröskulda og sækja þangað mann, sem sat fastur í bíl sínum.

Leiðangurinn gekk vel, enda björgunarmenn orðnir vanir svona ferðum á Þröskulda, því þetta var sú fjórða á fáum dögum.

Eins og fram kom í fréttum okkar í gær er vegurinn um Þröskulda nýjasti fjallvegur sem Vegagerðin hefur lagt , en er óvenju snjóþugur á kafla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×