Innlent

Hagnaðurinn nam 5 milljónum

Tónleikarnir sem haldnir voru fyrir Félag krabbameinssjúkra barna skiluðu félaginu tæpum fimm milljónir króna. Tónleikahaldarinn segir að umfjöllunin dragi ekki úr honum kjark til þess að halda áfram. Það hafa líklega fáir tónleikar verið umræddari, á þessu ári, en tónleikarnir fyrir Félag krabbameinssjúkra barna, þar sem Kristján Jóhannsson fór fyrir mörgum bestu söngvurum og tónlistarmönnum þjóðarinnar. En allt er gott sem endar vel, og í dag afhenti Ólafur M. Magnússon, tónleikahaldari Rósu Guðbjartsdóttur, formanns Félags krabbameinssjúkra barna ávísum að upphæð 4.748.882 krónur. Ólafur upplýsti einnig að heildartekjur hafi verið 13.176.525 krónur, en heildarútgjöld 8.427.643 krónur. Þar af fengu flytjendur 6.242.118 krónur. Rósa Guðbjartsdóttir var mjög ánægð og þakklát fyrir allt sem tengdist þessum tónleikum. Hún segist þakka þeim sem að þessu stóðu, bæði listamönnum, styrktaraðilum og öllum gestunum. Hún segir allt þetta fólk hafa sýnt mikinn hlýhug og fyrir það sé hún þakklát. Tónleikahaldarinn, Ólafur segir að andstyggileg umræða fyrir tóleikana hafi ekki dregið úr honum kjarkinn með að halda áfram. Hann segir þetta verða til þess að fólk læri af reynslunni og muni vanda sig og gera enn betur næst. Auk peninganna fékk félagið að gjöf 1500 eintök af disknum jólapopp til eigin afnota.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×