Innlent

Kristinn H. Gunnarsson aftur genginn í Framsókn

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Skagfirski fréttamiðillinn Feykir.is staðhæfir í dag að Kristinn H. Gunnarsson sé genginn í Framsóknarflokkinn. Kristinn gekk á dögunum úr Frjálslynda flokknum eftir að hafa verið þar í tvö ár. Í samtali við Vísi vildi Kristinn hvorki játa því né neita að hann væri genginn í Framsókn en hann sagði að yfirlýsingar um málið væri að vænta síðar í dag.

Kristinn hefur verið á þingi frá árinu 1991. Hann hóf ferilinn hjá Alþýðubandalaginu, var utan flokka um hríð og gekk síðan í Framsóknarflokkinn árið 1999 og var hann kjörinn á þing fyrir flokkinn það ár. Hann var endurkjörinn fyrir Framsóknarflokkinn árið 2003 en yfirgaf hann og gekk til liðs við Frjálslynda flokkinn og var annar maður í Norðvesturkjördæmi í síðustu kosningum.

Feykir hefur eftir áreiðanlegum heimildum að Kristinn og eiginkona hans, Elsa Friðfinnsdóttir, hafi gengið til liðs við Framsóknarflokkinn í gærkvöldi. Feykir segir að Kristinn muni sækjast eftir 1. eða 2. sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi.

Hér má lesa frétt Feykis um málið.


Tengdar fréttir

Hætti við eftir tilhugalíf með Össuri

Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður ræddi um mögulegt framboð sitt fyrir Samfylkinguna við forystumenn Samfylkingarinnar. Þegar á reyndi hafði hann hins vegar sannfæringu fyrir öð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×