Lífið

Hjálpar fólki sem er ekki í bransanum

Snorri Snorrason.
Snorri Snorrason.

Snorri Snorrason sem sigraði Idol stjörnuleit árið 2006 hefur stofnað nýtt fyrirtæki, Fjarupptokur.is.

Vísir hafði samband við kappann til að forvitnast um reksturinn.

„Bæði fyrir og eftir Idol hef ég verid ad vinna mikið í stúdió fyrir bæði fræga og ófræga tónlistarmenn og tók fljótlega eftir því að þeir sem eru ekki „í bransanum" og eru að semja lög og annað, vita ekki hvernig á að snúa sér í því að hljóðrita lögin sín," svarar Snorri aðspurður um tilgang Fjarupptökur.is.

„Það er margt sem þarf að hafa í huga við það ferli og það getur orðið kostnaðarsamt og tímafrekt þegar uppi er staðið. Það þarf að ráða tónlistarmenn, bóka hljóðver, ráða upptökustjóra og fleira í þeim dúr."

„Að vinna eitt lag með svona hóp af fólki kostar á bilinu 200 - 300 þúsund en við bjóðum upp á þjónustu sem er nýlunda hér á Íslandi. Við sjáum um að útsetja lagið þitt, útvegum tónlistarmenn, hljóðritum, hljóðblöndum og masterum tónlistina þína með lágmarks kostnaði og fyrirhöfn."

„Með öðrum orðum, eina sem þú þarft að gera er ad senda mér lagið þitt, og ég sé um rest. Fyrir helmingi minni pening en gengur og gerist," segir Snorri og telur upp tónlistarmennina sem vinna að þessu með honum:

Birgir Nielsen, Grétar Örvars og Þórir Úlfars.

„Síðan er nýkomin í loftið en ég er í raun löngu byrjaður á þessu og hef unnið tónlist fyrir fjöldan allan af fólki sem hefur svo nýtt það í hinum og þessum keppnum og útgáfu. Nú er tækifæri fyrir alla að láta ljós sitt skína," segir Snorri.

Skoða vefsíðu Snorra hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.