Innlent

Birtir upplýsingar um fjárstyrki

Anna Pála Sverrisdóttir.
Anna Pála Sverrisdóttir.
Anna Pála Sverrisdóttir meistaranemi í lögfræði og þátttakandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík óskar ekki eftir fjárstyrkjum frá fyrirtækjum vegna framboðsins. Þá hefur hún ákveðið að birta yfirlit að prófkjöri loknu yfir þá sem styrkja hana.

,,Ég vil leggja mitt af mörkum til lýðræðislegri, gegnsærri stjórnmála og þeirrar stefnu að fjármál stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna skuli ekki vera leyndarmál viðkomandi. Þess vegna mun ég einungis taka við styrkjum frá einstaklingum, en hámarks styrktarupphæð á mann er 10.000 krónur," segir Anna Pála.

Anna Pála segir að fólk geti styrkt sig persónulega eða sýnt stuðning sinn við vinnubrögð eins og þessi við fjáröflun stjórnmálamanna. ,,Mér finnst að þau eigi að vera framtíðin."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×