Innlent

Erlendar skuldir jukust um 500 milljarða í fyrra

MYND/GVA

Erlendar skuldir þjóðarbúsins umfram eignir námu 1350 milljörðum króna í lok síðasta árs og höfðu aukist um tæpa fimm hundruð milljarða á árinu. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Seðlabanka Íslands.

Þar segir að erlendar eignir hafi numið 4500 milljörðum króna í lok árs en skuldirnar voru hins vegar 5855 milljarðar. Fram kemur í tilkynningu Seðlabankans að beinar erlendar fjárfestingar hér á landi hafi numið um 226 milljörðum og beinar fjárfestingar Íslendinga í útlöndum nærri 300 milljörðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×