Lífið

Paris Hilton í samkeppni við Jessicu Simpson

Paris Hilton skartar hér sléttu og síðu hári
Paris Hilton skartar hér sléttu og síðu hári MYND/Getty Images
Paris Hilton er ein þeirra fjölmörgu Hollywood stjarna sem er með hárlengingar allt árið um kring. Hún virðist ætla að nýta sér þekkingu sína á þessu sviði með því að koma með eigin hárlínu undir nafninu DreamCatchers. Var hún í Chicago um helgina til að undirbúa framleiðsluna.

Þetta var þó ekki í fyrsta skipti sem Paris dvelur í Chicago. Í viðtali við ABC segir hún: ,,Ég elska Chicago, mér finnst það frábær borg. Það er æðislegt að versla þar, þó það sé svolítið kalt. Ég hef farið á leik með Chicago Bears og á kvikmyndasýningar og líka komið þangað til að versla," en Paris er þekkt fyrir að vera óspör á aurana í tíðum verlsunarferðum sínum.

Paris er ekki fyrsta stjarnan sem kemur fram með sína eigin hárlengingarlínu. Söngkkonan Jessica Simpson er einnig með sína eigin línu, Hairdo. Það stefnir því í harða samkeppni í gervihárabransanum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.