Botna ekkert í yfirlýsingu HK: „Hlýtur að vera byggt á misskilningi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2020 13:28 Pétur Árni hefur skrifað undir tveggja ára samning við Stjörnuna. vísir/bára Stjörnumenn skilja lítið í yfirlýsingunni sem HK-ingar sendu frá sér í gær varðandi félagaskipti Péturs Árna Haukssonar og segja að líklegast sé um misskilning að ræða. Í yfirlýsingu HK segir að Pétur Árni hafi verið samningsbundinn félaginu til 2021 og Stjarnan hafi rætt við hann án leyfis. HK hefur sent inn formlega kvörtun til HSÍ vegna málsins. „Það jaðrar við að maður geti bara sagt „no comment“ því við botnum ekkert í þessu,“ sagði Pétur Bjarnason, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, í samtali við Vísi í dag. „Við vissum ekki betur en að Pétur Árni væri búinn að ganga frá öllum sínum málum gagnvart þeim og hann kemur af fjöllum. Ég hef heldur ekkert heyrt í HSÍ út af þessu. Ég held að þetta sé byggt á einhverjum misskilningi.“ Samningur Péturs Árna við HK var til 30. júní 2021. „Ég sá persónulega ekki um þetta en mér skilst að hann hafi verið með svokallaðan einn plús einn samning sem er með riftunarákvæði eftir eitt ár,“ sagði Pétur. Hann segir að hvorki HSÍ né HK hafi haft samband við Stjörnuna vegna máls Péturs Árna. „Fyrir utan þessa yfirlýsingu vorum við bara í myrkrinu því við höfum ekki heyrt HSÍ eða HK. Okkur finnst mjög einkennilegt að kvarta við okkur og HSÍ í gegnum blöðin. Þetta hefði kannski verið blaðamatur ef þeir hefðu haft samband við okkur og við svarað þeim með dónaskap. En það var ekki svoleiðis. Ég held að þetta hljóti að vera misskilningur sem muni leysast,“ sagði Pétur. Stjarnan verður fjórða liðið sem Pétur Árni leikur með hér á landi. Auk HK hefur hann leikið með Gróttu og ÍR. Á síðasta tímabili var hann markahæsti leikmaður HK með 69 mörk. HK féll úr Olís-deildinni og leikur í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Stjarnan endaði hins vegar í 8. sæti og komst í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir ÍBV. Olís-deild karla Stjarnan HK Tengdar fréttir HK segir að Stjarnan hafi samið við samningsbundinn leikmann HK hefur sent inn kvörtun til HSÍ eftir að leikmaður samningsbundinn HK var allt í einu tilkynntur sem nýr leikmaður Stjörnunnar. 30. apríl 2020 09:00 Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Sjá meira
Stjörnumenn skilja lítið í yfirlýsingunni sem HK-ingar sendu frá sér í gær varðandi félagaskipti Péturs Árna Haukssonar og segja að líklegast sé um misskilning að ræða. Í yfirlýsingu HK segir að Pétur Árni hafi verið samningsbundinn félaginu til 2021 og Stjarnan hafi rætt við hann án leyfis. HK hefur sent inn formlega kvörtun til HSÍ vegna málsins. „Það jaðrar við að maður geti bara sagt „no comment“ því við botnum ekkert í þessu,“ sagði Pétur Bjarnason, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar, í samtali við Vísi í dag. „Við vissum ekki betur en að Pétur Árni væri búinn að ganga frá öllum sínum málum gagnvart þeim og hann kemur af fjöllum. Ég hef heldur ekkert heyrt í HSÍ út af þessu. Ég held að þetta sé byggt á einhverjum misskilningi.“ Samningur Péturs Árna við HK var til 30. júní 2021. „Ég sá persónulega ekki um þetta en mér skilst að hann hafi verið með svokallaðan einn plús einn samning sem er með riftunarákvæði eftir eitt ár,“ sagði Pétur. Hann segir að hvorki HSÍ né HK hafi haft samband við Stjörnuna vegna máls Péturs Árna. „Fyrir utan þessa yfirlýsingu vorum við bara í myrkrinu því við höfum ekki heyrt HSÍ eða HK. Okkur finnst mjög einkennilegt að kvarta við okkur og HSÍ í gegnum blöðin. Þetta hefði kannski verið blaðamatur ef þeir hefðu haft samband við okkur og við svarað þeim með dónaskap. En það var ekki svoleiðis. Ég held að þetta hljóti að vera misskilningur sem muni leysast,“ sagði Pétur. Stjarnan verður fjórða liðið sem Pétur Árni leikur með hér á landi. Auk HK hefur hann leikið með Gróttu og ÍR. Á síðasta tímabili var hann markahæsti leikmaður HK með 69 mörk. HK féll úr Olís-deildinni og leikur í Grill 66 deildinni á næsta tímabili. Stjarnan endaði hins vegar í 8. sæti og komst í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir ÍBV.
Olís-deild karla Stjarnan HK Tengdar fréttir HK segir að Stjarnan hafi samið við samningsbundinn leikmann HK hefur sent inn kvörtun til HSÍ eftir að leikmaður samningsbundinn HK var allt í einu tilkynntur sem nýr leikmaður Stjörnunnar. 30. apríl 2020 09:00 Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Sjá meira
HK segir að Stjarnan hafi samið við samningsbundinn leikmann HK hefur sent inn kvörtun til HSÍ eftir að leikmaður samningsbundinn HK var allt í einu tilkynntur sem nýr leikmaður Stjörnunnar. 30. apríl 2020 09:00
Stjarnan semur við markahæstu leikmenn HK og KA Stjarnan ætlar sér stóra hluti í Olís-deild karla á næstu leiktíð og heldur áfram að bæta markamaskínum í sinn hóp. 25. apríl 2020 14:30