Fischer kveðst vera í lífshættu 13. desember 2004 00:01 Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, fullyrðir að honum sé bráður bani búinn í bandarísku fangelsi og sækir fast að fá hæli hér á landi. Bandarísk yfirvöld hafa óskað eftir því að fá Fischer framseldan til Bandaríkjanna en hann hefur verið í gæsluvarðhaldi í Japan svo mánuðum skiptir. Í Bandaríkjunum á Fischer yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að brjóta viðskiptabann, með því að heyja skákeinvígi við Boris Spassky í Júgóslavíu, fyrir meira en áratug síðan. Í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 í dag sagði hann farir sínar ekki sléttar. Hann fullyrti að bandarísk yfirvöld vilji setja sig í fangelsi þar í landi til að myrða hann vegna þess að hann hafi talað gegn gyðingum og unnið gyðinga í skák. Það líkaði Bandaríkjamönnum ekki því þeir búi í gyðingalandi. Spurður hvort hann vilji setjast að á Íslandi til frambúðar eða líti aðeins á landið sem hugsanlegan viðkomustað á leiðinni annað segist Fischer fyrst af öllu vilja komast frá Japan sem hann kallar „ógeðslegt“ land. Hann hefur haft samband við sendiherra Íslands í Japan og hringt í formann Útlendingastofnunar og óskað eftir fyrirgreiðslu. Hann mun einnig hafa sent Davíð Oddssyni utanríkisráðherra beiðni vegna þessa og vonast eftir að fá pólitískt hæli hér á landi. Fischer segir þetta hreinlega vera „sjúklegan brandara“ sem hafi gengið of langt. Hægt er að horfa á viðtalið við Fischer, sem og viðtal við Sæmund Pálsson, vin Fischers, og Helga Ólafsson, stórmeistara í skák, í Íslandi í dag með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Sjá meira
Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, fullyrðir að honum sé bráður bani búinn í bandarísku fangelsi og sækir fast að fá hæli hér á landi. Bandarísk yfirvöld hafa óskað eftir því að fá Fischer framseldan til Bandaríkjanna en hann hefur verið í gæsluvarðhaldi í Japan svo mánuðum skiptir. Í Bandaríkjunum á Fischer yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að brjóta viðskiptabann, með því að heyja skákeinvígi við Boris Spassky í Júgóslavíu, fyrir meira en áratug síðan. Í viðtali við fréttamann Stöðvar 2 í dag sagði hann farir sínar ekki sléttar. Hann fullyrti að bandarísk yfirvöld vilji setja sig í fangelsi þar í landi til að myrða hann vegna þess að hann hafi talað gegn gyðingum og unnið gyðinga í skák. Það líkaði Bandaríkjamönnum ekki því þeir búi í gyðingalandi. Spurður hvort hann vilji setjast að á Íslandi til frambúðar eða líti aðeins á landið sem hugsanlegan viðkomustað á leiðinni annað segist Fischer fyrst af öllu vilja komast frá Japan sem hann kallar „ógeðslegt“ land. Hann hefur haft samband við sendiherra Íslands í Japan og hringt í formann Útlendingastofnunar og óskað eftir fyrirgreiðslu. Hann mun einnig hafa sent Davíð Oddssyni utanríkisráðherra beiðni vegna þessa og vonast eftir að fá pólitískt hæli hér á landi. Fischer segir þetta hreinlega vera „sjúklegan brandara“ sem hafi gengið of langt. Hægt er að horfa á viðtalið við Fischer, sem og viðtal við Sæmund Pálsson, vin Fischers, og Helga Ólafsson, stórmeistara í skák, í Íslandi í dag með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“