Innlent

Línur kjaraviðræðna lagðar

Samningaviðræður leikskólakennara og launanefndar sveitarfélaganna þokast, segir Karl Björnsson, formaður launanefndarinnar í viðræðunum. "Við höfum þróað þessar viðræður í jákvæða átt. Það eru ýmsir snertifletir sem við höfum náð samkomulagi um en eigum eftir að finna þá í öðrum atriðum," sagði Karl eftir fund með leikskólakennurum og ríkissáttasemjara í Karphúsinu í gær. Ákveðið var að boða til tveggja sáttafunda á miðvikudag og föstudag. Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, segist á vef Kennarasambandsins ekki vera of bjartsýn á að kjaradeila leikskólakennara og sveitarfélaganna leysist á næstunni. Kjaradeilunni var beint til ríkissáttasemjara eftir að slitnaði upp úr fundi samninganefndanna á föstudag. Töldu forystumenn leikskólakennara ekki vera komið nægilega til móts við launakröfu þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×