Innlent

Íslendingar sýna fordæmi

Íslendingar hafa verið beðnir um að kynna vetnisáform stjórnvalda fyrir erlendum þjóðum. Hjálmar Árnason, þingmaður og formaður nefndar um vetnisvæðingu á Íslandi, sat fund orku- og umhverfisnefndar Norðurlandaráðs í Osló í liðinni viku þar sem hann kynnti verkefnið. Þingmenn frá Hollandi, Belgíu og Eystrasaltsríkjunum óskuðu eftir því að Íslendingar kynntu verkefnið frekar fyrir þarlendum stjórnmálamönnum og vísindamönnum. Þingmennirnir töldu að það myndi efla áhuga á vetnisvæðingu í löndunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×