Innlent

Gítarleikari Elvis látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Scotty Moore árið 2004.
Scotty Moore árið 2004. Vísir/AFP
Bandaríski gítarleikarinn Scotty Moore er látinn, 84 ára að aldri.

Moore var í upprunalegri hljómsveit Elvis Presley og átti þátt í að þróa tónlistarstíl Presley sem gerði hann að einum mesta brautryðjenda og goðsögn tónlistarsögunnar.

Moore lést í Nashville í gær, en hann hafði glímt við veikindi um nokkurt skeið.

Moore var síðasti eftirlifandinn úr hópi upprunalegrar sveitar Presley sem samanstóð af bassaleikaranum Bill Black, upptökustjóranum Sam Phillips, auk Presley.

Í frétt BBC segir að sem meðlimur í The Blue Moon Boys hafi Moore spilað undir í mörgum af frægustu lögum Elvis líkt og Heartbreak Hotel, Blue Suede Shoes og Jailhouse Rock.

Keith Richards, meðlimur sveitarinnar Rolling Stones, segir að Moore hafi verið ástæða þess að hann hafi ákveðið að leggja tónlistina fyrir sér. „Þegar ég heyrði Heartbreak Hotel vissi ég hvað ég vildi gera í lífinu. Það var morgunljóst. Það eina sem ég vildi gera var að kunna spila og hljóma svona. Allir aðrir vildu vera Elvis, en ég vildi vera Scotty.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×