Erlent

Sjóræningjar handteknir -eða kannski ekki

Óli Tynes skrifar
Tyrkneska víkingasveitin veit ekkert hva´ð hún er að gera.
Tyrkneska víkingasveitin veit ekkert hva´ð hún er að gera. Mynd/AP

Víkingasveit af tyrkneskri freigátu handtók í gærmorgun sjö sómalska sjóræningja sem voru að undirbúa árás á flutningaskip undan ströndum landsins.

Ekki hefur verið upplýst hverrar þjóðar skipið var. Óvíst er einnig um örlög sjóræningjanna. Alþjóðaflotinn sem heldur uppi eftirliti við Sómalíu er með aðra hendina bundna fyrir aftan bak.

Sjóræningjarnir geta gert það sem þeir vilja. Alþjóðaflotinn er hinsvegar bundinn af alþjóðalögum og einnig lögum síns heimalands.

Oftar en einusinni hefur þurft að sleppa sjóræningjum þar sem handtaka þeirra stangaðist á við annaðhvort alþjóðalög eða lög þess lands sem framkvæmdi handtökuna.

Eitt dæmi um það er að hollensk freigáta varð að sleppa sjö sjóræningjum. Ástæðan var sú að hollensk herskip mega ekki handtaka sjóræningjana á úthafinu nema ræningjarnir séu hollenskir ríkisborgarar, skipið sem ráðist er á sé hollenskt, eða að árásin sé gerð innan hollenskrar lögsögu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×