Erlent

Atvinnulaus ungmenni vinni sjálfboðavinnu erlendis

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
David Lammy, menntamálaráðherra.
David Lammy, menntamálaráðherra.
Breska ríkisstjórnin hefur komið með nýstárlega lausn á vaxandi atvinnuleysi meðal ungmenna.

Hið opinbera kemur til með að styrkja allt að fimmhundruð stúdenta til ferðalaga erlendis í samstarfi við samtökin Raleigh International.

Ungmenninn dvelja þá á framandi slóðum, til dæmis á Indlandi eða Kosta Ríka, í um tíu vikur og hjálpa til við að byggja skóla eða sinna öðrum verkefnum í sjálfboðavinnu.

Menntamálaráðherrann David Lammy sagði slíka sjálfboðavinnu hjálpa stúdentunum að þróa með sér samskipta- og leiðtogahæfni sem vinnumarkaðurinn kann að meta.

Samkvæmt breska blaðinu Times þarf hver sjálfboðaliði þó að safna þúsund pundum sjálfur, meira en tvöhundruð þúsund krónum, kaupa flug, bólusetja sig og sýna fram á að hann geti ekki staðið undir ferðinni án aðstoðar til að geta sótt um styrkinn.

Það eru þó ekki allir jafnánægðir með framtakið, en Matthew Elliott hjá samtökum skattgreiðenda sagði það lýðskrum sem myndi skilja eftir sig tóm í vösum skattgreiðenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×