Erlent

Þokkalegar svínaflensufréttir

Óli Tynes skrifar
Ég sagði þér það.
Ég sagði þér það.

Að Bandaríkjunum frátöldum hafa fleiri dáið úr svínaflensu í Argentínu en í nokkru öðru landi. Dauðsföllin eru samt færri en verða í árlegum venjulegum flensufaröldrum.

Það eru góðar fréttir fyrir lönd sem bíða eftir að sjá hvernig veiran breytist í hinum suðræna vetri.

Og þótt menn óttist að veiran stökkbreytist og verði banvænni þá sýnir erfðafræðileg raðgreining að flensan í Argentínu er svotil nákvæmlega eins og hún er í Bandaríkjunum og Mexíkó.

Það gerir það líklegra að hægt sé að nota eina tegund bóluefnis um allan heim.

Og þótt heimsfaraldurinn sé aðeins á byrjunarstigi sjást þess engin merki í Argentínu að vírusinn sé ónæmur fyrir lyfjum. Það er því vel mögulegt að Tamiflu verði áfram áhrifaríkt gegn þessari flensu.

Smitsjúkdómarannsóknarstofan í Argentínu er ein af fáum í Rómönsku Ameríku sem er fær um að meðhöndla hættulegustu sýkla í heimi.

Þessi sama stofnun brást við spænsku veikinni árið 1918 með því að framleiða bóluefni sem bjargaði lífi milljóna manna nokkrum árum síðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×