Fjögurra mánaða skilorð fyrir heimilisofbeldi: Konan hélt að árásin yrði sitt síðasta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. desember 2015 16:34 Maðurinn neitaði alfarið sök en að mati dómsins var trúverðugur framburður konunnar studdur framburði vitna sem komu fyrir dóminn. vísir/getty Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann á sextugsaldri í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna líkamsárásar á þáverandi unnustu sína í júní í fyrra, en árásin átti sér stað á heimili konunnar. Taldi fjölskipaður dómur sannað að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök í ákæru fyrir utan eitt atriði. Maðurinn var meðal annars ákærður fyrir að hafa sest klofvega yfir unnusta sína, haldi höndum hennar föstum fyrir ofan og slegið hana í hendurnar. Síðar settist hann aftur klofvega yfir hana, sló hana með koddum auk þess sem hann þrýsti kodda harkalega í andlit hennar og ýtti höfði hennar til og frá. Konan hlaut ýmsa áverka, til að mynda nefbrot og marbletti víðs vegar um líkamann. Maðurinn neitaði alfarið sök en að mati dómsins var trúverðugur framburður konunnar studdur framburði vitna sem komu fyrir dóminn. Fjögur þeirra höfðu til að mynda hitt konuna daginn eftir árásina og lýstu þau öll því að hún hafi verið í mikilli geðshræringu. Þá lýsti eitt vitnið því að nef konunnar hafi verið „innkýlt“ og hún þrútin í andliti. Fyrir dómi lýsti konan árás mannsins en þegar maðurinn hélt kodda yfir andliti hennar og sló höfði hennar til og frá hélt hún að „þetta yrði hennar síðasta,“ eins og það er orðað í dómnum. Þá lýsti konan jafnframt því að hún hafi verið á hnjánum við rúmið þegar maðurinn hafi komið, snúið upp á hönd hennar og sett aftur fyrir bak á henni. Hann hafi svo ýtt höfði hennar niður í rúmdýnuna. Konunni fannst hún þá vera að kafna og fór því að öskra og æpa. Var það metið manninum til bóta að honum hefur ekki verið gerð refsing áður en eins og áður segir var maðurinn dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi sem skilorðsbundið er til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða konunni hálfa milljón króna í miskabætur auk þess sem hann á að greiða allan sakarkostnað. Dóm héraðsdóms má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann á sextugsaldri í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna líkamsárásar á þáverandi unnustu sína í júní í fyrra, en árásin átti sér stað á heimili konunnar. Taldi fjölskipaður dómur sannað að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök í ákæru fyrir utan eitt atriði. Maðurinn var meðal annars ákærður fyrir að hafa sest klofvega yfir unnusta sína, haldi höndum hennar föstum fyrir ofan og slegið hana í hendurnar. Síðar settist hann aftur klofvega yfir hana, sló hana með koddum auk þess sem hann þrýsti kodda harkalega í andlit hennar og ýtti höfði hennar til og frá. Konan hlaut ýmsa áverka, til að mynda nefbrot og marbletti víðs vegar um líkamann. Maðurinn neitaði alfarið sök en að mati dómsins var trúverðugur framburður konunnar studdur framburði vitna sem komu fyrir dóminn. Fjögur þeirra höfðu til að mynda hitt konuna daginn eftir árásina og lýstu þau öll því að hún hafi verið í mikilli geðshræringu. Þá lýsti eitt vitnið því að nef konunnar hafi verið „innkýlt“ og hún þrútin í andliti. Fyrir dómi lýsti konan árás mannsins en þegar maðurinn hélt kodda yfir andliti hennar og sló höfði hennar til og frá hélt hún að „þetta yrði hennar síðasta,“ eins og það er orðað í dómnum. Þá lýsti konan jafnframt því að hún hafi verið á hnjánum við rúmið þegar maðurinn hafi komið, snúið upp á hönd hennar og sett aftur fyrir bak á henni. Hann hafi svo ýtt höfði hennar niður í rúmdýnuna. Konunni fannst hún þá vera að kafna og fór því að öskra og æpa. Var það metið manninum til bóta að honum hefur ekki verið gerð refsing áður en eins og áður segir var maðurinn dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi sem skilorðsbundið er til tveggja ára. Þá var honum gert að greiða konunni hálfa milljón króna í miskabætur auk þess sem hann á að greiða allan sakarkostnað. Dóm héraðsdóms má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira